Úrval - 01.10.1943, Síða 2
BRÉF FRÁ LESENDUM.
Reykjavík 23. ágúst 1943.
ÝÐUR sá er i myrkri sat
sá mikið ljós“ — þegar
hann fékk ÚRVAL í hendur,
þ. e. a. s. fjórða hefti annars ár-
gangs. Þenna volaða lýð hafði „i
rösk þrjú ár“ hungrað og þyrst
eftir dönsku móðurmjólkinni. Og
sjá, nú var hann lagður danskri
skáldkonu á brjóst.
En ekki er þó þessi svölun og
næring nema forsmekkur þess
er koma skal. Hinn góði hirðir-
inn lofar nú hjörð sinni þegar í
næsta hefti andlegu fóðri úr
hlöðu danskra geistlegheita, og
svo að síðustu yfirfljótanlegum
gnægðum þegar stíflan loks er
burtu numin. Þá skulu sauðimir
ekki lengur þurfa að lúta að
hraslinu engilsaxnesku þjóðanna
— jafnvel ekki því sem berst
með straumnum úr vestri. Þá
skulu þeir (því lofar hirðirinn)
aftur verða leiddir að svalalind-
um dönsku mömmu, og þá skulu
orð Þorsteins á ný verða sönn:
Ritstjórar vorir guðs um geim
græða nú alla sálar hnjóta;
þeir geta um okkar andans heim
áburðinn stöðugt látið fljóta;
Danskurinn hefir handa þeim
hlandforir sem að aldrei þrjóta.
Þá mun mikill fögnuður verða
rikjandi í landinu, og þann fögn-
uð skal enginn frá okkur taka.
Jafnvel ég, vesall frávillingur,
sem aldrei var danskur Islend-
ingur, get fyrirfram tekið þátt
í honum. Því að er okkur ekki
boðið að gleðjast með glöðum?
Ég sé í anda þjóð mína — nærða
af Mogganum og Úrvali — óum-
ræðanlega sæla þegar hún kem-
ur úr hinni löngu sveltu og tek-
ur að safna nýjum sálarholdum
á danska haglendinu.
„Menn keyptu hans nafn —
ekki bók sem var góð.“ Það er
svo sem ekki verið að segja að
sálarfóðrið skuli verða kjarn-
betra, heldur að það skuli verða
Framhald á þriðju kápusiðu.
ÍJRVAL tímaritsgreina í samþjöppuðu formi.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson. Afgreiðsla og ritstjórn Kirkjustræti 4,
pósthólf 365, Reykjavík. Kemur út sex sinnum á ári. Verð kr. 7,00
hvert hefti. Utanáskrift tímaritsins er: Úrval, pósthólf 365, Reykjavík.
Sent til allra bóksala á landinu, og taka þeir við áskriftum. Einnig
sent gegn póstkröfu til áskrifenda, sem ekki búa í nágrenni bóksala.
ÚTGEFANDI: STEINDÓRSPRENT H.F.