Úrval - 01.10.1943, Page 3
Nk. 5
&
TlMARITSGREINA I SAMÞJOPPUÐU FORMI
2. ÁRGANGUR •:> REYKJAVlK •:> SEPT.-OKT. 1943
Boðberar sannleikans.
Ræða eftir Kaj Munk, þýdd úr „Frit Danmark“.
Matt. 11, 2—10 (sbr. Mark. 6, 17—29).
IÓHANNES skírari var óvar-
^ kár maður. Hann trúði á
sannleikann.
Heródes konungur lifði í hór-
dómi. Jóhannes fór á fund hans
og sagði honum, að hann skyldi
hætta því. Hann stofnaði lífi
sínu í hættu með því að gera
þetta. Og meir en það. Hann
átti á hættu að vekja uppreisn-
ir og borgarastyrjaldir. Já, svo
illa gat til tekizt, að Rómver jar
tækju sér tilefni til afskipta af
málinu, og það gat leitt Gyð-
ingaþjóðina alla út á blóðuga
braut.
Hvers vegna þagði Jóhannes
ekki þá? Það hefði verið helm-
ingi meiri hyggindi og gætni.
Ja, ætli það nú annars?
Jóhannes var fylltur brenn-
andi trú, trúnni á það, að sann-
Ræða þessi er ein af þrem ræðum
eftir Kaj Munk, sem gefnar voru út
í Danmörku snemma á þessu ári.
Skömmu eftir að þær komu út, kvaS
rétturinn í józka bænum Holstebro
upp þann úrskurð, að ræðurnar
skyldu gerðar upptækar. Kaj Munk
hefir flutt þjóð sinni margar hvatn-
ingarræður og oft sagt henni til
syndanna, eins og þessi ræða ber
vitni. En atburðir síðustu tíma hafa
leitt í Ijós, að þótt dönsk stjórnar-
völd hafi á sínum tíma fundið sig
knúð til að hefta útbreiðslu þessara
áminningarorða skáldsins, eru þau
raunverulega sem töluð út úr hjarta
dönsku þjóðarinnar.
leikurinn sé til af því að menn
eigi að segja hann.
Þeir menn eru til, sem halda,
að hægt sé að pækilsalta sann-
leikann. Menn geta súrsað hann,