Úrval - 01.10.1943, Side 4

Úrval - 01.10.1943, Side 4
2 ÚRVAL halda þeir, geymt hann í tunnu, og gripið síðan til hans eftir hentugleikum. Þeim skjátlast. Það er ekki hægt að leggja sannleikann í salt. Hann er ekki til öðruvísi en lifandi. Og það á að nota hann á sömu stundu og hann segir til sín. Sé það ekki gert, deyr hann og rotnar og reynist skaðsamlegur innan skamms. Því hættulegust allra lyga er dauður sannleikur. Jóhannes skírari var maður af holdi og blóði. Hold er efni, sem hefir taugar, og blóðið kýs helzt að fá að vera inni í hkam- anum. Þar á það heima hvort eð er. Lærisveinarnir, sem þótti vænt um Jóhannes, réðu honum til gætni, og þeir voru ekki einir um það. Hold og blóð sjálfs hans hefir líka aðvarað hann: „Heródes er voldugur maður eins og stendur. Tíminn er ekki kominn til þess að áreita hann. Bíddu þangað til hylli hans fer að réna hjá fólkinu, eða hann álpast einhvern veginn í ónáð hjá Rómverjum. Sannleikurinn skaðast ekki á því að vera geymdur. Hann er sannleikur jafnt fyrir því. Þegar stundin kemur, getur þú gengið fram fyrir skjöldu í öllu spámanns- veldi þínu og velt því hlassi, sem þá er tekið að hallast." En Jóhannes var ekki ein- göngu maður af holdi og blóði. Hann var af anda líka. Anda guðs. Anda sannleikans. Þess vegna var hann trúlaus með öllu á þá speki, sem heldur, að hægt sé að sjóða sannleikann niður. Sá dagur rann upp, er hann fann á sér, að nú var tíminn kominn, nú var sannleikurinn kominn til hans og baðst fyrir- greiðslu. Líklega hefir hjartað barizt í hærðu brjósti hans og tungan loðað við góminn. En inni í hjartanu, sem barðist svo ört, hefir verið mikill friður: „Nú tala ég eins og ég á að tala, nú hlýði ég köllun minni, nú geri ég eins og manni sæm- ir.“ Já, í hjarta hans, umkringdu af ófriði, hefir verið mikill frið- ur. Og friðurinn gaf tungu hans mátt til þess að losna frá gómi og segja þau fáu orð, sem nægðu: Þú mátt ekki eiga hana. „Friður sé með þér.“ Þannig hljóðar kveðja kirkjuimar. í sálmabókinni’er sungið um frið, sem er meiri en englavörður. Og á hverjum sunnudegi lyftum vér prestarnir höndum fyrir alt-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.