Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 4
2
ÚRVAL
halda þeir, geymt hann í tunnu,
og gripið síðan til hans eftir
hentugleikum.
Þeim skjátlast. Það er ekki
hægt að leggja sannleikann í
salt. Hann er ekki til öðruvísi
en lifandi. Og það á að nota
hann á sömu stundu og hann
segir til sín. Sé það ekki gert,
deyr hann og rotnar og reynist
skaðsamlegur innan skamms.
Því hættulegust allra lyga er
dauður sannleikur.
Jóhannes skírari var maður
af holdi og blóði. Hold er efni,
sem hefir taugar, og blóðið kýs
helzt að fá að vera inni í hkam-
anum. Þar á það heima hvort
eð er. Lærisveinarnir, sem þótti
vænt um Jóhannes, réðu honum
til gætni, og þeir voru ekki einir
um það. Hold og blóð sjálfs hans
hefir líka aðvarað hann:
„Heródes er voldugur maður
eins og stendur. Tíminn er ekki
kominn til þess að áreita hann.
Bíddu þangað til hylli hans fer
að réna hjá fólkinu, eða hann
álpast einhvern veginn í ónáð
hjá Rómverjum. Sannleikurinn
skaðast ekki á því að vera
geymdur. Hann er sannleikur
jafnt fyrir því. Þegar stundin
kemur, getur þú gengið fram
fyrir skjöldu í öllu spámanns-
veldi þínu og velt því hlassi, sem
þá er tekið að hallast."
En Jóhannes var ekki ein-
göngu maður af holdi og blóði.
Hann var af anda líka. Anda
guðs. Anda sannleikans. Þess
vegna var hann trúlaus með
öllu á þá speki, sem heldur, að
hægt sé að sjóða sannleikann
niður.
Sá dagur rann upp, er hann
fann á sér, að nú var tíminn
kominn, nú var sannleikurinn
kominn til hans og baðst fyrir-
greiðslu. Líklega hefir hjartað
barizt í hærðu brjósti hans og
tungan loðað við góminn. En
inni í hjartanu, sem barðist svo
ört, hefir verið mikill friður:
„Nú tala ég eins og ég á að
tala, nú hlýði ég köllun minni,
nú geri ég eins og manni sæm-
ir.“ Já, í hjarta hans, umkringdu
af ófriði, hefir verið mikill frið-
ur. Og friðurinn gaf tungu hans
mátt til þess að losna frá gómi
og segja þau fáu orð, sem
nægðu: Þú mátt ekki eiga hana.
„Friður sé með þér.“ Þannig
hljóðar kveðja kirkjuimar. í
sálmabókinni’er sungið um frið,
sem er meiri en englavörður.
Og á hverjum sunnudegi lyftum
vér prestarnir höndum fyrir alt-