Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 7
BOÐBERAR SANNLEIKANS
5
Hefði ekki Biblían getað
snotrað ofurlítið þessar tómlegu
staðreyndir? Þetta, að Jóhannes
skyldi fara að efast þarnaífang-
elsinu, hefði hún væntanlega;
átt að geta látið liggja í þagn-
argildi. Það hefði verið ræktar-
legra. Og þá hefði hún getað
flýtt sér að segja frá síðustu
afdrifunum, og látið Jóhannes.
falla, lýta- og vammlausan, sem
forsvarsmann og píslarvott há-
leitasta málefnisins, sem til er,
en það er barátta trúarinnar
gegn lögmálsbrotum, lýgi og
harðstjóm. Biblían er svo frum-
stæð bók. Hún gæti aldrei feng-
ið stöðu hjá stjórnarráðinu,
hvorki utanríkisráðuneytinu né
útbreiðslumálaráðuneytinu. Tii
þess skortir hana menningu.
Vér verðum að taka Biblíuna
eins og hún er. Vér getum ekki
ráðið við hana. Einnig hún er
þrungin af þessum sama anda,
þessari kauðalegu og lífshættu-
legu trú á sannleikann.
Hún segir oss frá því, að Jó-
hannes hafi farið að efast. Hún
heldur1, að vér höfum gott af að
vita það. Hann var svo einmana
í þessu fangelsi. Þar hlýddi eng-
inn á hann, þar varð enginn
snortinn af honum, enginn, sem
styrkti trú hans með því að
verða glóandi reiður yfir orðum
hans. Þar var enginn. Það var
eins og hann væri gleymdur
undir eins. Enginn skapaður
hlutur kom fyrir. Heródes hélt
áfram að lifa í hórdómi, eins og
ekkert hefði í skorizt. Og lýður-
inn afhjúpaði hugleysi sitt og
sætti sig með mestu spekt við
það, að átrúnaðargoð hans van-
megnaðist í svartholinu í launa
skyni fyrir trúnað sinn. Þeir
voru fúsir á að hrópa húrra fyr-
ir sannleikanum, á meðan það
kostaði ekki neitt. En undir eins
og húrrahrópin fóru að kosta
eitthvað, höfðu þeir vit á að
þegja eins og fiskar, og létu
hann um að borga. Til hvers
hafði hann fært þessa dýru
fórn, úr því að hún leiddi ekki
til neins? Var sannleikurinn yf-
irleitt sannleikur, úr því að hami
hafði ekki áhrif, úr því að hann
vann ekki kraftaverk? Hann,
sem Jóhannes hafði trúað að
væri sannleikurinn, og lagt líf
sitt að veði fyrir, var hann þá
sá, sem koma átti? Hlaut mað-
ur ekki að verða að hverfa frá
honum og beina vonum sínum
í aðra átt?
Ég viðurkenni það hreinskiln-
islega, að' ég skil ekki það, að