Úrval - 01.10.1943, Page 8
6
ÚRVAL
Jesús skuli ekki heimsækja
æskuvin sinn í fangelsið, og það
verður ekki séð, að hann hafi á
neinn hátt látið þetta til sín
taka. En ég tel mig ekki bæran
um að gagnrýna Krist. Hér hlýt-
ur eitthvað að hafa falizt, sem
Jesús vissi að Jóhannes varð að
stríða við einn. Er það fólgið í
eðli sannleikans, að hann um
stund geri og eigi að gera mann
mjög einmana?
Þess í stað gleðst ég innilega
við orð Jesú við mannfjöldann
um hinn fangna og fallna spá-
mann. í raun og veru var það
hart, að Jóhannes, sem hafði
sjálfur komið Jesú af stað á
braut heimsköllunar hans og
gefið honum sjálfan sig að
grundvelli, skuli nú varpa slíkri
spurningu opinberlega í andlit
honum. Það hefði verið full
ástæða til þess að Jesú hefði
orðið illt við, að hann hefði særst
og orðið gramur. Og múgurinn
umhverfis er sýnilega alveg til-
búinn til þess að fleygja sinni
gömlu hetju og beina hollustu
sinni til hinnar nýju hetju dags -
ins. Heyrið skvaldrið umhverfis
hann: „Þessu hefðum við nú
ekki trúað um Jóhannes. Hví-
líkur reyr! Hvikull eins og bár-
an. Það hefir ekki verið mikið
varið í þessa trú hans, úr því að
hún gat ekki dugað, þegar á
reyndi.“
Já, þeir, sem aldrei hætta
neinu, eru alltaf óánægðir, þeg-
ar þeir, sem leggja í áhættuna,
bugast.
Heyrið hve karlmannlega og
kröftuglega Kristur bregður
vömum fyrir vin sinn. Hann
dæmir ekki manninn eftir því,
hvort hann getur staðið í stell-
ingum hetjunnar eða ekki.
Nei, hann ver hann drengilega
og beitir til þess öllu sínu
óreynda áhrifamagni: „Þótt
hann sé veiklaður núna, skulið
þér ekki gleyma því, hver hann
var og hvað hann vann, meðan
afl var óbilað. Þá svignaði hann
ekki eins og reyr fyrir vindi og
bar ekki kápuna á báðum öxl-
um. Farið inn í þingið, ef þið
viljið sjá þess háttar menn. Jó-
hannes á ekki að dæmast eftir
því, sem hann var áður eða síð-
an, heldur eftir því sem hann
var, þegar hann drýgði dáð lífs
síns. Hún gaf honum eilífan
orðstír. Hún var Jóhannes, og
ekkert annað, því að sú stund
fól í sér ákvörðun lífs hans. Með
þeirri dáð var hann brautryðj-
andi sannleikans, sendiboði frá
guði.“