Úrval - 01.10.1943, Page 11
BARÁTTAN VIÐ KAFBÁTANA
9
en nú, var áætlað, að 100 þús.
djúpsprengjum væri varpað fyr-
ir hvern kafbát, sem sökkt var.
Nú er játað, að mismunurinn
fcé miklu meiri.
Kafbátaáhafnir okkar Banda-
ríkjamanna hafa staðið Þjóð-
verjum fyililega á sporði í
vörnum gegn djúpsprengjum.
Reynsluáhafnimar hafa athug-
að, hvaða áhrif sprengingar
hafa á kafbáta í kafi, í allt frá
30 til 400 metra f jarlægð. I stað
þess að tæta kafbátinn í sund-
ur, þá valda sprengjur, sem
springa nærri, aðeins tjóni á
ýmsum tækjum og áhöldum
innanborðs. Þannig getur djúp-
sprengja gert kafbátinn óskað-
legan um stundarsakir, en
áhöfnin getur fljótlega bætt
tjónið. Þýzkar kafbátaáhafnir
flytja með sér öll hugsanleg
varatæki, og em æfðar í því, að
hæta tjón á skömmum tíma. Oft,
þegar álitið er að kafbát hafi
verið sökkt, hefir hann aðeins
laskast lítillega, og áhöfn hans
getur gert hann bardagafæran
innan fárra klukkustunda.
Kafbátsforingjar hafa fundið
upp svo margvíslegar brellur í
blekkingaskyni, að það er næst-
um ómögulegt að vita með
vissu, hvort kafbáti hafi verið
sökkt. Ekki er hægt að treysta
á olíubrák á sjónum, þar sem
sérhver kafbátur lætur frá sér
olíu til þess að blekkja andstæð-
ing sinn. Ef korkur og allskon-
ar brak sást á yfirborðinu, þótt-
ust menn vissir um, að kafbátn-
um hefði verið sökkt, þangað
til kunnugt varð, að þýzkir kaf-
bátar voru vel birgir af slíku
rusli, sem þeir gátu losað sig
við hvenær sem hentugt þótti.
Brezka flotamálaráðuneytið,
sem þekkir öll þessi brögð, fer
svo varlega í að fullyrða, að
kafbáti hafi verið sökkt, að
brezkir sjóliðsforingjar kvarta
undan því, að þeir þurfi að sýna
,,bita úr fæti skipstjórans“ áð-
ur en þeir geti hrósað fullkomn-
um sigri yfir kafbát.
I byrjun styrjaldarinnar voru
djúpsprengjur látnar springa
niður að 120 metra dýpi, en
dýpra gátu kafbátar þá ekki
farið. Bandamenn þóttust hafa
sökkt mörgum kafbátum þar til
þeir uppgötvuðu, að þýzkir kaf-
bátar gátu kafað niður á 180
metra dýpi, þar sem þeir voru
algerlega öruggir fyrir slíkum
sprengjum.
Nútíma kafbáturinn hefir
eirmig aukið við hraða sinn.
Eldri gerðir voru ganglitlar og