Úrval - 01.10.1943, Page 14
12
XÍRVAL
fyrir utan 500-mílna belti kring
um Bretlandseyjar, ekki sökum
þess, að kafbátum hafi verið
sökkt af flugvélum, heldur
vegna stöðugrar loftárásar-
hættu, sem þvingaði þá til að
vera alltaf í kafi meðan dagur
var á lofti. Þannig hafa flug-
vélarnar einnig reynst varnar-
vopn gegn kafbátunum, en ekki
sóknar.
Það hefir verið stungið upp
á flugvélamóðurskipum, sem
heppilegum til þess að fylgja
skipalestum. En þrátt fyrir það
að flugvélar frá móðurskipuin
geti flogið víðar og séu ævin-
lega við hendina, þá hafa þær
sömu gallana sem landflugvél-
ar. Þær eru einskis nýtar að
nóttu til, og þar að auki þarfn-
ast flugvélamóðurskipið sjálft
herskipa sér til verndar, sökum
þess, hve auðvelt er að valda
tjóni á því. Flugvélamóðurskip-
ið er nauðsynlegt í varnarkerf-
ið sem heild, en það er ekki
vopnið, sem okkur vantar til
þess að vinna bug á kafbátun-
um.
Sú spurning hefir komið
fram, hvers vegna fleiri verzl-
unarskipum hafi ekki verið
breytt í flugvélamóðurskip, til
fylgdar skipalestum. En sá er
Ijóður á því ráði, að fá af verzl-
unarskipum okkar eru nógu
hraðskreið til þess, því að flug-
vélamóðurskip þarf að geta
gengið a. m. k. 15 hnúta til þess
að flugvélar geti bæði lent og
hafið sig til flugs af því.
Tundurspillirinn er þá eina
tiitækilega skipið, sem getur
herjað á kafbátana með veru-
legum árangri. Kafbátahættan
hefir verið svo mikil, að nokkrir
sjóhernaðarsérfræðmgar hafa
komið með þá tillögu, að öllum
skipum á leið til Bretlands og
Afríku yrði haldið í höfn í 60
daga, á meðan safnað væri sam-
an öllum tundurspillum Brét-
lands og Bandaríkjanna, og
þeir látnir hreinsa höfin af kaf-
bátum. En Bretar og hersveitir
Bandamanna í Evrópu og Af-
ríku yrðu þá að lifa á vara-
birgðum sínum á meðan, í
trausti þess að skipsrúm mundi
aukast að þessum tíma liðnum.
En á þessu eru tveir erfiðleik-
ar. í fyrsta lagi eigum við alls
ekki nægilega marga tundur-
spilla, og auk þess eru þeir ekki
að öllu leyti heppilegir til að
herja með á kafbáta.
Tundurspillarnir voru byggð-
ir sem þýðingarmikill þáttur í
hinni hefðbundnu sjóorustu-