Úrval - 01.10.1943, Síða 15
BARÁTTAN VIÐ KAFBÁTANA
13
tækni síðustu heimsstyrjaldar.
Þeir eru útbúnir til þess að beita
þeim með skjótræði eins og
sverði. Þeir eru búnir miklum
og dýrum tækjum, til þess að
gera árásir með tundurskeytum.
En tundurskeytakerfi þeirra er
gagnslaust í viðureign við kaf-
báta, og þar með meira en helm,-
ingur af áhöfnum þeirra og út-
búnað.
Það hefir verið þessi skortur
á sóknarvopni, sem hefir valdið
þvi, að þýzkum kafbátum f jölg-
ar stöðugt á höfunum. Við höf-
um beitt skipum og flugvélum
gegn kafbátunum, við höfum
hrakið þá frá ströndunum út á
hin opnu höf, — en það sem við
þöfnumst mest er vopn, sem
hægt er að beita óhindruðu og
óháðu skipalestum, til þess að
elta uppi kafbátana og útrýma
þeim miskunnarlaust.
Sökum þessa skorts hefir
þýzkum kafbátum fjölgað upp
í allt að 700 að tölu. Einstakir
kafbátar fara um höfin í njósn-
arleiðangra, og hópar þeirra
bíða eftir merki um að ráðast
á skipalestir á hverri nóttu.
Kafbátamir hafa öll skilyrði
til þess að þeim heppnist vel
slíkar árásir.
Sannleikurinn er sá, að Bret-
land og Bandaríkin hófu þessa
styrjöld án þess að hafa nokk-
urt skip sérstaklega útbúið til
þess að taka upp sókn gegn ný-
tízku kafbátum. Þjóðverjar not-
uðu tímabilið milli styrjaldanna
dyggilega til þess að endurbæta
kafbáta, sína og finna upp nýj-
ar hernaðaraðferðir. Afleiðing-
in af þessu er Þjóðverjum í vil,
og því verður að breyta, áður
en hægt er að hefja úrslitasókn
á hendur Þjóðverjum.
I Bandaríkjunum bólaði ekki
á viðleitni til að framleiða
áhrifamikið vopn gegn kafbát-
unum fyrr en árið 1941, löngu
eftir að „orustunni um Bret-
land“ lauk, og fáum mánuðum
áður en árásir á Pearl Harbor
var gerð. Þá gaf Bandaríkja-
þing heimild til þess að byggja
50 skip, nógu hraðskreið til að
elta uppi kafbáta, en án hinna
dým tundurskeytatækja, sem
tundurspillar eru útbúnir með.
Slík skip var hægt að byggja í
fjöldaframleiðslu — í þúsunda-
tah. Síðar gaf þingið leyfi til
að byggja nokkur hundruð í
viðbót af slíkum skipum.
En þrátt fyrir þetta var það
ekki fyrr en á þessu ári, að
fyrstu skip þessarar tegundar
vom tekin í notkun. Fram-