Úrval - 01.10.1943, Page 16
14
tTRVAL
kvæmdaráð flotans hafði alltaf
gengið fram hjá þessari heimild
þingsins og látið skip, sem
flotastjórnin áleit vera brýnni
þörf fyrir, sitja í fyrirrúmi.
Áherzla sú, sem flotastjórnin
hefir lagt á flugvélamóðurskip,
orustuskip og birgðaskip, er af-
leiðing þeirrar skoðunar sjó-
hemaðarsérfræðinga okkar, að
sóknin á hendur Japönum skuli
í byrjun hafin eyju af eyju —
margar smáar innrásir, með
allsherjarinnrás fyrir augum
síðar. Þessir sérfræðingar álíta,
að með slíkri hemaðaraðferð
gætum við með tímanum siglt
orastuskipum okkar, undir
vernd flugvélamóðurskipa, upp
að ströndum Japans, eyðilagt
strandvirkin með fallbyssum
þeirra, og síðan gæti landgöngu-
lið flotans tekið sér stöðu á
ströndinni.
Þessa tillögu hafa aðrir hern-
aðarsérfræðingar — einkum úr
flughernum — ekki getað fall-
izt á og telja hana óhentuga.
Þeir benda á sjóorustuna við
Midway og Bismarck-orustuna
sem sönnun þess, að hinar
gömlu sjóhernaðaraðferðir séu
ekki lengur hentugar. Þegar
landgöngulið og aðrar hersveit-
ir gera innrás í Japan, mun það
verða undir vemd sprengjuflug-
véla en ekki orustuskipa. Og
sprengjuflugvélarnar munu
koma frá landstöðvum, en ekki
frá flugvélamóðurskipum.
Hvaða not höfum við fyrir
þúsundir af innrásarbátum áð-
ur en við höfum nægar birgðir
fyrir hersveitirnar, sem eiga að
nota þá? Er nokkur þörf fyrir
fjöratíu flugvélamóðurskip, úr
því að þau geta ekki nálgast
strönd, sem er í óvinahöndum?
Og að lokum, ■— munu orastu-
skipin, sem nú eru í smíðum í
Bandaríkjunum, verða fær um
að hagnýta allan sinn styrk-
leika í sóknarstríði ? Bretland,
sem hefir fullkomin yfirráð yfir
höfunum í kringum Evrópu,
hefir ekki ennþá getað veitt
óvinunum eitt einasta þungt
högg með öllum sínum stóra
orastuskipum.
Sökum þess að flotinn hefir
vanrækt að snúa sér gegn
kafbátahættunni, verða nú
sprengjuflugsveitir okkar í
Bretlandi að beina skeytum sín-
um að skipasmíðastöðvum og
skipalægjum kafbáta, í stað
þess að ráðast á iðnaðarstöðv-
ar landsins — aflgjafa hinnar
þýzku vígvélar. Og þess vegna
er mikiil hluti af hinum tak-