Úrval - 01.10.1943, Side 19

Úrval - 01.10.1943, Side 19
ÆTLAÐ FEÐRUM EINUM 17 Skyldi hann nú ætla að skella sér á botninn, enn þá einu sinni, — eða á hrammana. Nei, hann er ekki aldeilis á því, í þetta sinn, — alls ekki! Þess í stað virðist honum detta gott ráð í hug: Hann lyftir upp báðum höndum, heldur niðri í sér and- anum og kjagar af stað, en verð- ur eldrauður í framan, af áreynslunni. Þetta er að koma, — það er að koma! Svona, nú er hann að ná sér á strik, — hann er kominn á lagið, — bú- inn að finna það sjálfur, hvernig hann á að halda jafnvæginu. Sigur! Sigur! Sigur! Hann er ófáanlegur til að nema staðar. Hann er kominn á skrið. Hann er montinn, undrandi, Ölvaður. Hvað voruð þið að segja, ha? Að það sé mikill vandi að ganga? En lítið þið bara á mig! Lítið þið á! Sjáið, hvernig ég fer að því! Já, ég sagði ég! Við erum ákaflega hrifin líka, — jafnvel hrifnari en hann sjálfur, vegna þess, að hann hefir varla tíma til að vera hrifinn, hann þarf að hafa sig allan við, svo að honum fatist ekki listin. Við látum ekkert álit í ljós að svo stöddu. Og hann heldur áfram að kjaga, viðstöðulaust. Nú veit hann allt um þennan galdur. Ef honum fatast, þrífur hann höndunum um höfuð sér, — nú er það eini „fasti“ hluturinn, sem hann get- ur gripið í, sér til stuðnings! Við erum nokkra daga að átta okkur á þessu furðulega fyrirbrigði. Litli maðurinn tek- ur því miklu fremur sem sjálf- sögðum hlut. Allt frá upphafi blessaði hann þessa nýju að- ferð, til þess að komast áfram, tók henni feginsamlega og hefir notfært sér hana. Að vísu er þessi aðferð ekki fullkomlega eins hagkvæm og ýmsar aðrar aðferðir til að komast leiðar sinnar, — ekki hægt að fara hratt. En hvað gerir það til. Hann er ákveðinn í að nota hana upp frá þessu. Hann situr á hnjám mér þessa stundina. Hann er ekkert yíirmáta þægur. Hví skyldi hann vera það? Hann sér svo margt nýstárlegt — sýnir, sem koma, breytast, hverfa: alla þessa hluti, sem hann getur þreifað á, tekið upp, hampað, — og athugað, hvort ekki er hægt að mölva. Og svo þessir hlutir, sem hægt er að stinga upp í sig, og sjúga — og láta renna ofan í magann, ef til vill.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.