Úrval - 01.10.1943, Side 24

Úrval - 01.10.1943, Side 24
22 ÚRVAL möðkum. Ég þóttist vita, hvað þetta væri, en setti upp alvöru- svip og spurði Babba: „Hvað hefir þú verið að gera við ánamaðkana þína?“ Og hann svaraði, undur blátt áfram, — en var náfölur í fram- an!“ „Ekkert. Ég var bara að sleppa þeim!“ Svona endaði þessi leikur. Það er merkilegt, að dýrum, sem hann hefir ekkert gaman af gerir hann aldrei mein. Hann gerir ekki mein öðrum en þeim, sem honum þykir vænt um. Því að það er blíða og samúð, sem kemur litlum, fáfróðum dreng til þess að vera harðhentur. Einu sinni vorum við saman á gangi úti á víðavangi, gengum framhjá mauraþúfu. Babbi kom auga á maurana, og auðvitað vildi hann nema staðar. Hann kraup niður og virti þá fyrir sér: „Nei, sko — sjáðu litlu, pínu litlu krílin! Vesalingarnir litlu,“ og lét þannig dæluna ganga. En þegar mér fannst áhugi hans á maurunum vera að ná hámarki, þreif hann spítukubb, sem þarna lá, og ætlaði að lemja spítunni ofan í þúfuna, þar sem þeir áttu heima, þessir „pínu litlu vesal- ingar“ hans, — en mér tókst að afstýra því. Meðaumkun er dyggð, sem óvitinn þekkir ekki. En að því kemur, að hún vaknar — og það er þjáningin, sem vekur hana. Ég er að bíða eftir því að hún vakni í brjósti litla snáðans míns, þessi aðall mannlegrar skynsemi, en án hennar værum við ekki annað en hugsandi skepnur. Við eigum stundum leið um götu, þar sem við sjáum venju- lega ömurlega sjón. Áður en hana ber fyrir augu, heyrum við jafnan einhver óskýr og undarleg hljóð, sem engu öðru eru lík. Þetta er dálítill hópur heyrnar- og mál-lausra barna, frá einhverri stofnun; þau eru að viðra sig vesalingarnir, og muldra eitthvað, sem enginn skilur. Þetta er þeirra háttur að lýsa gleði, en það hefir öfug áhrif á þá, sem á það hlýða, enda er þetta hljóð ekki líkt öðr- um mennskum röddum, Bernhard nemur staðar og skilur hvorki upp né niður í þessu, — eða hvað það er, sem veldur því, að þessi skólabörn skuli vera allt öðruvísi en önn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.