Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 24
22
ÚRVAL
möðkum. Ég þóttist vita, hvað
þetta væri, en setti upp alvöru-
svip og spurði Babba:
„Hvað hefir þú verið að gera
við ánamaðkana þína?“
Og hann svaraði, undur blátt
áfram, — en var náfölur í fram-
an!“
„Ekkert. Ég var bara að
sleppa þeim!“
Svona endaði þessi leikur.
Það er merkilegt, að dýrum,
sem hann hefir ekkert gaman
af gerir hann aldrei mein. Hann
gerir ekki mein öðrum en þeim,
sem honum þykir vænt um. Því
að það er blíða og samúð, sem
kemur litlum, fáfróðum dreng
til þess að vera harðhentur.
Einu sinni vorum við saman
á gangi úti á víðavangi, gengum
framhjá mauraþúfu. Babbi kom
auga á maurana, og auðvitað
vildi hann nema staðar. Hann
kraup niður og virti þá fyrir
sér:
„Nei, sko — sjáðu litlu, pínu
litlu krílin! Vesalingarnir litlu,“
og lét þannig dæluna ganga. En
þegar mér fannst áhugi hans á
maurunum vera að ná hámarki,
þreif hann spítukubb, sem þarna
lá, og ætlaði að lemja spítunni
ofan í þúfuna, þar sem þeir áttu
heima, þessir „pínu litlu vesal-
ingar“ hans, — en mér tókst að
afstýra því.
Meðaumkun er dyggð, sem
óvitinn þekkir ekki. En að því
kemur, að hún vaknar — og
það er þjáningin, sem vekur
hana.
Ég er að bíða eftir því að hún
vakni í brjósti litla snáðans
míns, þessi aðall mannlegrar
skynsemi, en án hennar værum
við ekki annað en hugsandi
skepnur.
Við eigum stundum leið um
götu, þar sem við sjáum venju-
lega ömurlega sjón. Áður en
hana ber fyrir augu, heyrum
við jafnan einhver óskýr og
undarleg hljóð, sem engu öðru
eru lík. Þetta er dálítill hópur
heyrnar- og mál-lausra barna,
frá einhverri stofnun; þau eru
að viðra sig vesalingarnir, og
muldra eitthvað, sem enginn
skilur. Þetta er þeirra háttur að
lýsa gleði, en það hefir öfug
áhrif á þá, sem á það hlýða,
enda er þetta hljóð ekki líkt öðr-
um mennskum röddum,
Bernhard nemur staðar og
skilur hvorki upp né niður í
þessu, — eða hvað það er, sem
veldur því, að þessi skólabörn
skuli vera allt öðruvísi en önn-