Úrval - 01.10.1943, Page 26
Geislamögnuii ýrnissa næringarefna
veitir nýja innsýn í efnaskiptingu
líkainans.
Efnaskiptarannsóknir með frumeindabrjót
Grein úr „Science Digest“,
eftir Leona Alberts Wassersug.
CÍÐAN galdravélin mikla
^ „cycloton" eða „frumeinda-
brjóturinn" var smíðuð (Sjá
tJrval I. árg. 2. h.) hafa vísinda-
menn notað hana til að ráða
margar gátur lífeðlis- og lyfja-
fræðinnar með þeim árangri
að við höfum nú öðlast nýja
þekkingu og skilning á efna-
skiptafræðinni, en það er sú
vísindagrein, sem fjallar um
samband og breytingu næringar
í orku í lifandi vefju.m.
— Töfrakraftur frumeinda-
brjótsins er í því fólginn að
hann getur látið algeng og
hversdagsleg efni, eins og t. d.
borðsalt, öðlast suma af dýr-
mætustu eiginleikum undraefn-
isins radíum. Það er hægt að
gera, næstum því hvert einasta,
frumefni geislamagnað (radio-
aktivt) með því að setja það í
„frumeindabrjótinn" og láta það
verða fyrir skothríð frá „deuter-
onum“. Þetta efni verður með
öðrum orðum ,,merkt“ af því
það gefur frá sér geislan, sem
hægt er að finna og staðsetja.
Þessi geislamögnuðu frumefni
og efnasambönd verða á engan
hátt frábrugðin sínu uppruna-
lega eðli, við að öðlast þennan
eiginleika og efnafræðilega er
ekki hægt að greina þau sundur.
Jafnvel hin lifandi fruma getur
ekki greint á milli þeirra. Hún
notar hin geislamögnuðu efni á
nákvæmlega sama hátt og hin
venjulegu, til sinna nauðsynlegu
þarfa.
Af þessari ástæðu er það, að
hin geislamögnuðu efni eru svo
mikilvæg fyrir vísindamenn,
sem eru að rannsaka, hvernig
hin mismunandi efni haga sér
í lifandi líkömum. Þessi efni eru
,,merkt“ með geislan þeirra, svo
að það er hægt að fylgjast með
braut þeirra, frá því þau koma
í líkamann, unz þau eru orðin
hluti af hinni lifandi heild.
Með „merktum" efnum er
hægt að fylgjast með samskipt-