Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 27
EFNASKIPTARANNSÖKNIR MEÐ FRUMEINDABRJÓT
25
um þeirra í hinum lifandi vef.
Þó að enn séu ekki tíu ár frá
því fyrst var farið að nota þessi
efni, hafa þau þegar stuðlað að
svo mörgum veigamiklum upp-
götvunum, að þau eru skoðuð
sem mikilvæg rannsóknartæki,
á borð við smásjána og röntgen-
geislana.
Það er ekki einungis hægt að
staðsetja hin geislamögnuðu
efni með mikilli nákvæmni, held-
ur einnig mæla geislan þeirra
með engu minni nákvæmni.
Þó magn þeirra í líkamanum sé
hverfandi lítið, er hægt að finna
þau með afar hrifnæmu mæli-
tæki, svonefndum „Geiger-telj-
ara“. Stundum eru notaðar ljós-
myndafilmur, sem hin geisla-
mögnðu efni skína á og taka
þannig mynd af sér sjálf.
Segjum svo, að okkur langi
til að vita, hvernig fosföt, þ. e.
a. s. fosfórsambönd, haga sér
í líkamanum. Fyrsta skrefið er
að geislamagna dálítið af fosfór
í „frumeindabrjótnum". Því
næst breytum við fosfórnum í
fosfórsambönd með venjulegum
efnafræðilegum aðferðum. Nú
er hægt að nota þetta ,,merkta“
efni til leitarrannsókna, unz
geislamagnan þess er notuð að
fullu. I rauninni hafa slíkar
rannsóknir á fosfórefnaskiptum
verið gerðar frá því árið 1935
með þeim árangri, að fengizt
hefir greinileg vitneskja um,
hvernig þau samlagast líkam-
anum. Einnig hefir fengizt sí-
vaxandi þekking á hlutverki
fosfata í beinmyndun.
Læknavísindin eiga þessum
tilraunum með geislamagnað
fosfór mikið að þakka. Af því
að fosfór safnast oft fyrir í
námunda við hinn blóðmynd-
andi merg og geislamagnaður
fosfór sendir frá sér kröftuga
betageisla, er hægt að viðhafa
slíka innvortis geislan við vissa
krabbameinskennda sjúkdóma
í blóðinu. Þessar tilraunir eru
samt ennþá á byrjunarstigi.
Önnur þýðingarmikil upp-
götvun er sú, að hinir ýmsu
vefir líkamans veita hinum
mörgu efnum, sem í hann ber-
ast með fæðunni, móttöku í
mjög mismunandi ríkum mæli.
Þannig veitir skjaldkirtillinn
109 sinnum meira joði viðtöku
en aðrir vefir. Calcium, og hið
náskylda efni strontium, setjast
aðallega að í beinunum, að eins
lítið eitt í öðrum vefum. Og
fosfór heldur sig aðallega í
lymfuvefum líkamans.
Vegna þess, hve hinir ýmsu