Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 31
MEÐFERÐ TATJGASJÚKLINGA
29
um, og hefir víst ekki verið sér-
lega hamingjusöm í hjónaband-
inú. Honum þykir mjög vænt
um hana.“
Þessi dæmi nægja væntanlega
til þess að sýna, hvaða tegund
taugaveiklunar það er, sem ég
ætla hér að gera að umræðu-
efni. Venjulegu, eða svokölluðu
,,normölu“, fólki finnst svona
menn undarlegir. Þeir eru oft
vel gefnir, jafnvel bráðskarpir,
en koma aldrei neinu í verk.
Við fyrstu kynni vekja þessir
menn áhuga og samúð, en brátt
vaknar hjá manni grunur um,
að kvartanir þeirra séu upp-
gerð, að þær séu aðeins tæki til
að vekja eftirtekt eða koma sér
hjá ábyrgð, ef þær eru þá ekki
beinlínis dulbúin leti.
Það er alltaf vandi að vita,
hvernig maður á að haga sér
gagnvart slíkum manni. En fyr-
ir eiginmann eða konu, bróður
eða systur slíks sjúklings er þó
vandinn lang mestur.
Það er ekki óalgengt, að hann
sitji heima allan daginn og láti
gér leiðast. Honum þykir ekki
gaman að neinu og er sífellt
með aðfinnslur í garð hins fólks-
ins á heimilinu. Hann felur sig,
þegar gestir koma, og þó virð-
ist ekkert ergja hann eins mik-
ið og það, að aðrir skemmti sér.
Það er erfitt að fá hann til
að hátta, þó að hann sé alltaf
að kvarta undan því, að hann
sé þreyttur. Hann segist ekki
geta sofið, og þó fer hann aldrei
á fætur fyrr en um eða eftir há-
degi. Hann kvartar um lystar-
leysi, og þó er hann vís til að
borða eins og hestur. Hugur
hans snýst alltaf um eigin per-
sónu, og honum er gjamt á að
sökkva sér niður í sjálfsmeð-
aumkun. Hann er ákaflega við-
kvæmur fyrir því, sem við hann
er sagt, og hættir til að leggja
allt út á verri veg.
Heimilisfólkið, sem telur sig
þekkja hann, er sannfært um,
að sé hann raunverulega veik-
ur, sé það að minnsta kosti
mjög ýkt. Efagirni hans, hik,
hræðsla, skortur á metnaði,
stefnuleysi hans og seinlæti
gerir því lífið næstum óbærilegt.
,,Bara að hann vildi nú fá sér
eitthvað að gera og gleyma
sjálfum sér,“ hugsar það oft, og
segir það stundum við hann.
„Það er viljann, sem hann vant-
ar — eða blátt áfram duglegt
spark í rassinn."
Ég hefi alltaf tekið málstað
þeirra manna, sem þjást af
veiklun af þessu tagi. Ég veit,