Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 34
32
ÚRVAL
að segja, að hann verður að
grafa upp gleymdar minningar,
ef til vill aftan úr bemsku. Að
hann í bemsku hafi ekki getað
gert sér grein fyrir því, hvort
hann hafi elskað föður sinn eða
móður, getur verið frumorsök
að sjúklegu stefnuleysi og
ósjálfstæði hans. Ótti við of
strangan föður eða móður geta
verið orsök að feimni hans.
Áhyggjur hans samfara kyn-
ferðislegum hugsunum og at-
höfnum í bemsku, getur verið
orsök sjúklegrar sjálfsvitundar.
Ráðríki móður gagnvart eftir-
lætissyni sínum, getur verið
skýring á því, hversvegna son-
urinn er feiminn við stúlkur og
íorðast þær.
Þegar taugasjúklingurinn hef-
ir gert sér Ijóst, að hægt er að
skilja sjúkdóm hans, að orsök
hans geti hann fundið annað
hvort sjálfur eða með aðstoð
taugalæknis með svonefndri sál-
könnun, að þetta ólag á taug-
um hans er ekki nein ímyndun,
er stórt spor stigið á bataveg-
inum.
Þýðingarmikið atriði er, að
þér gerið honum ljóst, að sjúk-
dómur hans er á sviði tilfinn-
ingalífsins en ekki vitsmuna-
lífsins.
„Ég reyni af öllum mætti að
efla viljastyrk minn og beita
honum til að breyta hugsunum
mínum og tilfinningum,“ er
viðkvæðið hjá nálega öllum
taugasjúklingum. Sannleikurinn
er sá, að hvorki menntun, gáf-
ur né viljaþrek em í sjálfu sér
nein vöm gegn taugaveiklun.
Prófessorar geta þjáðst af
henni jafnt og stritvinnumenn.
Og þó að það sé, almennt séð,
æskilegra að menn gefi tilfinn-
ingum sínum heilbrigða útrás,
heldur en að bæla þær niður.
er lítil von til þess að aukin
þátttaka í félagslífi, íþróttum,
leikjum, ferðalögum og öðru
þessháttar, geti eitt út af fyrir
sig fært taugasjúkling varan-
legan bata. Leggja ber áherzlu
á það, að leita verði orsakanna,
sem alltaf er að finna í tilfinn-
ingalífinu. Þær liggja grafnar í
fortíð sjúklingsins — reynslu
hans og andsvörum við áhrifum
umhverfisins á hann allt frá
blautu bamsbeini.
í fjórða lagi verðið þér að
gera sjúklingnum skiljanlegt,
að fmmorsök erfiðleika hans
eigi skylt við sektarmeðvitund.
Af því að hann er viðkvæmari
en almennt gerizt, hefir hann
alltaf bmgðizt við öllu á óvenju-