Úrval - 01.10.1943, Side 35
MEÐT’ERÐ TAUGASJÚKLINGA
33
legan hátt. Venjulegt bam, sem
oftast er óþægt á einn eða ann-
an hátt og refsað er fyrir
óhlýðni sína, gleymir fljótlega
hvorutveggja, en viðkvæmt
bam verður hugsjúkt og
áhyggjufullt út af hverskonar
ávítum, og telur sér að lokum
trú um, að það sé öðruvísi en
öll önnur böm — misskilið, van-
megnugt, veikbyggt og einskis-
nýtt. Barnið tekur að ásaka
sjálft sig. Það ásakar og lítils-
virðir sjálft sig, ekki aðeins
fyrir raunvemleg, heldur einnig
ímynduð afglöp. Að lokum taka
þessar sjálfsásakanir að setja
mark sitt á persónuleika þess.
— Taugaveikhinareinkenni eru
raunverulega tákn sjálfsrefs-
ingar.
Nauðsynlegt er að þér gerið
;yður Ijósa þessa skýringu á
taugaveiklun, ef þér eigið að
læra að umgangast taugasjúk-
ling. Og jafn nauðsynlegt er, að
sjúklingurinn sjálfur öðlist
þennan skilning.
Af því að viðkvæmni hans er
:svo yfirmáta, er hann í eðli sínu
kurteis og fágaður, aldrei gróf-
gerður eða ruddafenginn. Ólán
hans stafar af því, að honum
finnst hann alltaf standa utan
við allt. Sérkenni hans, sem
gera hann frábrugðinn öðrum
mönnum, skapa honum alltaf
sérstöðu. Hann öfundar þessa
menn; stundum hatar hann þá,
einungis af því, að hann getur
ekki verið eins og þeir.
Sýnið honum því s a m ú ð,
en ekki þó með því að dekra við
hann og leitast við að hlífa hon-
um við öllum óþægindum. Látið
samúð yðar í ljós með því að
sýna honum umburðarlyndi og
skilning á þeirri hörðu baráttu,
sem fram fer innra með honum,
og sem hann gerir svo örvænt-
ingarfullar tilraiuiir til að fá
botn í.
Af því að tilfinningalíf tauga-
sjúklinga er í raun og veru van-
þroskað, verðið þér að reyna
allt, sem þér getið til að hjálpa
honum að sigrast á hinum
barnalegu hneigðum sínum. En
gætið þess, að hann verði ekki
of háður yður.
Hjálpið honum til að sigrast
á viðkvæmni sinni. Fáið hann,
ef hægt er, til þess að taka þátt
í allskonar leikkeppni, ferðast
einan, skila aftur vamingi, sem
hann hefir keypt, en er ekki
ánægður með, spyrja ókunnuga
til vegar, kaupa tíu aura frí-
merki og bjóða krónu fyrir, og
annað þess háttar.