Úrval - 01.10.1943, Side 38
I íramtíðinni munt þú ferðast um þjóðvegi loftsins
með hraða, öryggi og þægindum,
í þinni eigin flugvél.
Flugvél framtíðarinnar
Grein úr „Mechanix Illustrated,“
eftir Igor Sikorsky.
Höfundur þessarar greinar er rússneskur. Þegar í fyrri heims-
styrjöld var hann farinn að gera tilraunir til að smíða flugvélar,
sem hafið gætu sig beint upp. Þegar byltingin skall á, flúði
hann til Ameríku. Þar hefir hann þrotlaust haldið áfram þessum
tilraunum með þeim árangri, sem þessi grein ber vitni.
Helicopter-flugvéiin hefir gengið í gegnum öll hin sömu þróunar-
stig og aðrar flugvélategundir. Frá því að vera opið, ótraust
og hálflosaralegt grinda- og víraverk, er hún nú orðin traust og
rennileg flugvél — en hún er vængjalaus. Belgurinn á henni er
svipaður og á öðrum flugvélum. Skrúfan er ekki framan á belgn-
um, heldur ofan á honum og snýst lárétt. Það er þessi skrúfa,
sem lyftir henni frá jörðu og drífur hana áfram, aftur á bak,
út á hlið, eða heldur henni kyrri í loftinu — allt eftir vild. Að
þessi skrúfa skuli geta drifið flugvélina áfram byggist á þvi,
að hægt er að breyta hallanum á skrúfublöðunum. Þegar flug-
vélin flýgur lárétt, er stillt svo til, að hallinn á skrúfublöðunum
sé mestur, þegar þau vísa þvert á flugstefnuna. Aftan á flug-
vélinni er önnur minni skrúfa, sem kemur í veg fyrir að flug-
vélin fari í sífellda hringi, því að það mundi hún gera, ef stóra
skrúfan ætti ein að ráða ferðinni.
pjÖLSKYLDU helicopter-
^ flugvélin er ekki lengur
fánýtur draumur. Fyrirrennari
hennar er þegar farinn að svífa.
um loftin. Það er 100-hestafla
flugvél með venjulegri hjóla-
flugvéla undirbyggingu, en i
stað hjóla hefir hún loftfyllta,
gúmmíbáta, sem gera henni
kleift að hefja sig til flugs og
setjast hvort heldur er á láð
eða legi — og jafnvel í leðju,
snjó eða ís.
Hún vinnur nú þau verk, sem
verzlunar-flugvélar framtíðar-
innar munu vinna, og hún gerir
það örugglega og hagkvæmlega.
Ein snerting við handfang þeyt-