Úrval - 01.10.1943, Síða 43
ÆVIFERILL OG ÁSTIR Sl AMSTVlBUR ANN A
41
amerískur skipstjóri skipi sínu
inn á höfnina í þorpinu og sá
tvíburana af tilviljun. Hann
rændi þeim á augabragði og fór
með þá til Boston.
Þeir vöktu óhemju athygli,
ekki einungis í Boston, heldur
einnig í Evrópu, en þangað fór
skipstjórinn með þá næst. Sag-
an segir, að hann hafi ferðast
með þá 4000 km. fram og aftur
á Bretlandseyjum einum og sýnt
þá. 300 þúsund manns þar. Jafn-
vel hið hofmóðuga konunglega
skurðlæknafélag 'bauð tvíburun-
um til tedrykkju og úrskurðaði,
eftir að hafa skoðað þá í tómi,
að þeir væru stórfurðulegt
„Lusus Naturae".
Það voru þeir líka vissulega.
Þó að þeir væru samfastir, gátu
þeir, eftir því sem frásögnin
segir, hlaupið, synt, farið í 12—
16 km. göngur, tekið þátt í ýms-
um leikjum og jafnvel stöku
sinnum farið á veiðar. Þeir gátu
aðeins gengið hlið við hlið. Þeir
sneru andlitum saman, er þeir
sváfu, og sneru sér með því að
velta sér yfir hvom annan, en
það lærðu þeir fljótlega að gera
alveg ósjálfrátt og án þess að
vekja hvorn annan. Þeir voru
fullkomlega eðlilegir að öllum
•skapnaði að því einu undan-
skildu að þeir vom tengdir
saman með taug, 3% þumlunga
langri og um 8 þumlunga að
ummál, sem náði frá neðri brún
bringubeinsins niður á kviðar-
holið.
Eins og löngum vill við
brenna, vom þeirra tima lækn-
ar og sérfæðingar langt frá því
á eitt sáttir um, hvað fram
færi í þessari taug, og þeir urðu
engu fróðari um það, fyrr en
við líkskoðunina, sem var heims-
viðburður, en allir voru þeir
sammála um, að aðskilnaður
með skurðaðgerð mundi reynast
banvænn. Eitt var víst, að ef
stungiö var með nál í taugina
nuðja, fundu báðir tvíburarnir,
til sársauka, en ef stungið var
öðm hvom megin við miðjuna,
fann aðeins sá tvíburinn til, sem
nær var. I æsku fengu tvíbur-
arnir mislinga og bólusótt sam-
tímis og batnaði samtímis, en
er þeir voru fullorðnir varð ann-
ar tvíburinn drykkfelldur en
hinn alger bindindismaður.
Drykkjulæti og galsi annars
bróðurins hafði þó ekki minnstu
áhrif á hina guðhræddu alvöru-
gefni og reglusemi hins.
Þeir komu aftur til Ameríku
úr fyrsta ferðalaginu aðeins rík-
ari að reynslu, því að skipstjór-