Úrval - 01.10.1943, Side 43

Úrval - 01.10.1943, Side 43
ÆVIFERILL OG ÁSTIR Sl AMSTVlBUR ANN A 41 amerískur skipstjóri skipi sínu inn á höfnina í þorpinu og sá tvíburana af tilviljun. Hann rændi þeim á augabragði og fór með þá til Boston. Þeir vöktu óhemju athygli, ekki einungis í Boston, heldur einnig í Evrópu, en þangað fór skipstjórinn með þá næst. Sag- an segir, að hann hafi ferðast með þá 4000 km. fram og aftur á Bretlandseyjum einum og sýnt þá. 300 þúsund manns þar. Jafn- vel hið hofmóðuga konunglega skurðlæknafélag 'bauð tvíburun- um til tedrykkju og úrskurðaði, eftir að hafa skoðað þá í tómi, að þeir væru stórfurðulegt „Lusus Naturae". Það voru þeir líka vissulega. Þó að þeir væru samfastir, gátu þeir, eftir því sem frásögnin segir, hlaupið, synt, farið í 12— 16 km. göngur, tekið þátt í ýms- um leikjum og jafnvel stöku sinnum farið á veiðar. Þeir gátu aðeins gengið hlið við hlið. Þeir sneru andlitum saman, er þeir sváfu, og sneru sér með því að velta sér yfir hvom annan, en það lærðu þeir fljótlega að gera alveg ósjálfrátt og án þess að vekja hvorn annan. Þeir voru fullkomlega eðlilegir að öllum •skapnaði að því einu undan- skildu að þeir vom tengdir saman með taug, 3% þumlunga langri og um 8 þumlunga að ummál, sem náði frá neðri brún bringubeinsins niður á kviðar- holið. Eins og löngum vill við brenna, vom þeirra tima lækn- ar og sérfæðingar langt frá því á eitt sáttir um, hvað fram færi í þessari taug, og þeir urðu engu fróðari um það, fyrr en við líkskoðunina, sem var heims- viðburður, en allir voru þeir sammála um, að aðskilnaður með skurðaðgerð mundi reynast banvænn. Eitt var víst, að ef stungiö var með nál í taugina nuðja, fundu báðir tvíburarnir, til sársauka, en ef stungið var öðm hvom megin við miðjuna, fann aðeins sá tvíburinn til, sem nær var. I æsku fengu tvíbur- arnir mislinga og bólusótt sam- tímis og batnaði samtímis, en er þeir voru fullorðnir varð ann- ar tvíburinn drykkfelldur en hinn alger bindindismaður. Drykkjulæti og galsi annars bróðurins hafði þó ekki minnstu áhrif á hina guðhræddu alvöru- gefni og reglusemi hins. Þeir komu aftur til Ameríku úr fyrsta ferðalaginu aðeins rík- ari að reynslu, því að skipstjór-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.