Úrval - 01.10.1943, Side 54
52
TJTRVAL
um út í hött. Hann renndi heift-
arlegum augum til sólargeislans
og bandaði illúðlega frá sér með
hendinni í hvert sinn, er hann
kom nálægt honum. Þessi gætni
maður minnti einna helzt á
ótemju, sem að er þrengt með
bandi. Gerði ég ráð fyrir því, að
brátt myndi hann taka undir
sig stökk, líkt og trylltur foli,
og þeytast yfir sólargeislann,
því að varla færi hann að skríða
upp í rúmið, sem markaði hon-
um básinn á aðra hlið.
Og sólargeislinn nálgaðist
rúmstöðuiinn, sem fjær var
glugganum. Gesturinn nam
skyndilega staðar. Hann starði
nokkra stund í gegnum sólar-
geislann á úfinn og grettan
kvist í þilinu andspænis, virtist
sem hann tæki þar óskeikult
mið. Andardráttur hans varð
ofsalegur, sem hjá manni, er
sýpur hveljur í straumþungu
og ísköldu jökulvatni. Það fór
um mig notalegur fiðringur. Nú
fer hann að stökkva, nú fer
hann að stökkva. En hann stökk
ekki. Hann stökk ekki yfir
geislann eins og grái folinn
hafði stokkið yfir reipið. Nei,
hann leit við til geislans eins og
garpur til sunds, beint í gegn-
um geislann. Hann gerði meira
en að stinga sér. Hann sveiflaði
höndunum óhemjulega frá sér
og klauf geislann sem skips-
stefni sléttan hafflöt. Síðan
nam hann staðar gegnt kvistin-
um, þrjár fjalir frá þih. Og
hann leit við til geislans eins og
sigurreifur methafi á fjölsóttu
íþróttamóti. Hann var aftur á
öruggu svæði, og allar samræð-
ur gengu greiðlega og truflana-
laust úr þessu.
En athygli mín tók því frem-
ur að beinast að geislanum
sjálfum. Varð mér brátt hrylli-
lega ljóst, af hverju uggur
mannsins stafaði. I geislanum,
sem mér hafði jafnan fundizt
hlýr og notalegur, moruðu, ið-
uðu og sprikluðu óteljandi smá-
agnir. Geigvænleg mergð þeirra
hlaut að þyrlast að vitum og
inn í vit hvers, er kæmi nálægt
geislanum, en utan hans var allt
hreint og heilbrigt. Ennþá þyrl-
uðust smáagnir í sveipnum, sem
fram kom er gesturinn rann I
gegnum geislann, en þær hrukku
af skugganum umhverfis og síð-
an inn í geislann aftur líkt og
vatn af gæs.
Síðan hefi ég löngum forðast
sólargeislann og ógnir hans.
— Straumhvörf.