Úrval - 01.10.1943, Page 54

Úrval - 01.10.1943, Page 54
52 TJTRVAL um út í hött. Hann renndi heift- arlegum augum til sólargeislans og bandaði illúðlega frá sér með hendinni í hvert sinn, er hann kom nálægt honum. Þessi gætni maður minnti einna helzt á ótemju, sem að er þrengt með bandi. Gerði ég ráð fyrir því, að brátt myndi hann taka undir sig stökk, líkt og trylltur foli, og þeytast yfir sólargeislann, því að varla færi hann að skríða upp í rúmið, sem markaði hon- um básinn á aðra hlið. Og sólargeislinn nálgaðist rúmstöðuiinn, sem fjær var glugganum. Gesturinn nam skyndilega staðar. Hann starði nokkra stund í gegnum sólar- geislann á úfinn og grettan kvist í þilinu andspænis, virtist sem hann tæki þar óskeikult mið. Andardráttur hans varð ofsalegur, sem hjá manni, er sýpur hveljur í straumþungu og ísköldu jökulvatni. Það fór um mig notalegur fiðringur. Nú fer hann að stökkva, nú fer hann að stökkva. En hann stökk ekki. Hann stökk ekki yfir geislann eins og grái folinn hafði stokkið yfir reipið. Nei, hann leit við til geislans eins og garpur til sunds, beint í gegn- um geislann. Hann gerði meira en að stinga sér. Hann sveiflaði höndunum óhemjulega frá sér og klauf geislann sem skips- stefni sléttan hafflöt. Síðan nam hann staðar gegnt kvistin- um, þrjár fjalir frá þih. Og hann leit við til geislans eins og sigurreifur methafi á fjölsóttu íþróttamóti. Hann var aftur á öruggu svæði, og allar samræð- ur gengu greiðlega og truflana- laust úr þessu. En athygli mín tók því frem- ur að beinast að geislanum sjálfum. Varð mér brátt hrylli- lega ljóst, af hverju uggur mannsins stafaði. I geislanum, sem mér hafði jafnan fundizt hlýr og notalegur, moruðu, ið- uðu og sprikluðu óteljandi smá- agnir. Geigvænleg mergð þeirra hlaut að þyrlast að vitum og inn í vit hvers, er kæmi nálægt geislanum, en utan hans var allt hreint og heilbrigt. Ennþá þyrl- uðust smáagnir í sveipnum, sem fram kom er gesturinn rann I gegnum geislann, en þær hrukku af skugganum umhverfis og síð- an inn í geislann aftur líkt og vatn af gæs. Síðan hefi ég löngum forðast sólargeislann og ógnir hans. — Straumhvörf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.