Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 56
54
ÚRVAL
ing stendur yfir, langþráður
draumur er að rætast, draum-
urinn um hin sérhæfu lyf, sem
leita uppi banvæna sýkla í
líkamanum og græða innvortis
meinsendir, en eru skaðlaus
fyrir líkamann. Frumstæðir
villimenn, sem álitnir eru full-
ir af alls konar hindurvitnum,
höfðu komizt nær því að gera
áðurnefndan draum að veru-
leika, heldur en evrópskir lækn-
ar fram á fyrri hluta 19. aldar,
enda þótt þeir væru álitnir hinir
beztu vísindamenn. fnkarnir í
Columbíu höfðu uppgötvað að
kínin í formi kínabarkarins var
sérhæft lyf við mýraköldu, en
Jesúítum, sem sneru heim frá
Perú til Evrópu veittist erfitt
að sannfæra læknana um þetta.
Þegar menn Jacques Cartiers
voru yfirfallnir af skyrbjúg,
sem orsakast af vítamínskorti,
læknuðu kanadiskir Indíánar
þá með grasaseyði.
Hinn menntaði læknir hefir,
á sama hátt og villimannalækn-
irinn ávallt þráð efni, sem væri
mjög sérhæft, með öðrum orð-
um efni, sem læknaði sjúkt líf-
færi eða spilltan vef, án þess að
skaða aðra hluta líkamans.
Hann hefir þráð efni, sem dræpi
sýklana, sem orsaka veikindin,
án þess að eyðileggja hinn
sjúka vef. Læknisfræðin hafði
yfir mjög fáum sérhæfum lyfj-
um að ráða. Eitt þeirra var
kvikasilfur, sem lengi hafði
verið notað til lækningar á sára-
sótt með misjöfnum árangri.
Kínin var annað lyfið. Og nú-
hafa bætzt við mörg fleiri efni,
með þessum eiginleikum.
Enda þótt Pasteur og Koch
gæfu hinum sérhæfu lyfjum lít-
inn gaum, voru það þeir, sem
styrktu vonirnar um uppgötvun
þeirra. Báðir höfðu sýnt fram
á, að sýklar ættu sök á mörg-
um sjúkdómum. Báðir drápu
sýkla og læknuðu sjúkdóma,
ávallt með aðferðum, er höfðu
sérhæfa verkun. En hvar var
hið sótthreinsandi efni, sem
hægt var að taka inn í stórum
skömmtum og sem aðeins réðist
á banvæna sýkla? Lister not-
aði karbólsýru, með góðum
árangri, til þess að varna sýk-
ingu við uppskurði. En enginn
læknir með réttu ráði mundi
gefa karbólsýru, til þess að
drepa sýkla í maga manna, eða
dæla henni inn í blóðið.
Það var Páll Ehrlich, sem
skapaði vísindalegan grundvöll
fyrir hin sérhæfu lyf. Eins og
aðrir læknar vissi hann, að