Úrval - 01.10.1943, Side 62
60
ÚRVAL
keisaradæminu. Fyrir 37 árum
réðust Japanar inn í Kóreu, en
landið er ennþá ósigrað og hinir
herskáu synir þess valda Japön-
um stöðugt miklum erfiðleikum.
Hinn langi, mjói Kóreu-skagi
er hin eðlilega brú milli jap-
önsku eyjaima og meginlands
Asíu. Kórea hefir því mikla
hernaðarlega þýðingu — og það
hefir orðið bölvun landsins.
Öldum saman hafa bæði Rúss-
ar og Japanir reynt að ná tang-
arhaldi á Kóreu. Með legu sinni
hefir Kórea ógnað Japan - hún
er ,,rýtingurinn, sem beint er að
hjarta Japans.“ Áður en jap-
anska hernaðarsinna gat dreymt
um innrás á meginland Asíu,
urðu þeir að ná tangarhaldi á
Kóreu.
En stjórn Japana á Kóreu
sannar það aðeins, að þeir eru
algerlega óhæfir til þess að
stjórna öðrum þjóðum. Kórea
ætti að vera næg aðvörun til
allra þjóða í Asíu, sem hinn
langi armur Japana nær til.
Saga stjórnar þeirra í Kóreu,
er saga um ótrúlega hörku og
grimmd.
Tuttugu árum áður en Jap-
anir tóku Nanking, Manila og
Hong Kong, voru menn og kon-
ur í Kóreu pyntuð, fláð lifandi
og myrt. Tíu árum áður en
tékkneska þorpið Lidice var
lagt í eyði, voru þorp í Kóreu
rænd og brennd eftir að allir
íbúamir höfðu verið drepnir.
Árið 1935, sem var óvenju
,,normalt“ ár voru 206.214
manns teknir höndum 1 Kóreu.
Árið 1938 voru 15 stór fangelsi
með 16.316 föngum í landinu —
og þá eru ekki talin með fjöldi
af smærri fangelsum og fanga-
búðum. Öllum þessum f jölda er
varpað í fangelsi, án dóms og
laga, aðeins fyrir að hafa
„hættulegan hugsunarhátt".
Jiro Minami aðmíráll, lands-
stjóri Japana. í Kóreu, hefir á
að skipa 22 þús. japönskum lög-
reglumönnum, 200 þús. aðstoð-
armönnum, ásamt miklu herliði.
Þrátt fyrir grimmdarlega
kúgun — eða ef til vill vegna
hennar — hafa Kóreu-búar sett
heimsmet í því að skelfa kúg-
ara sína með skemmdarverkum
og hvers konar hrellingum. Ár-
ið 1909 var japanskur stjóm-
málamaður, Ito Hakubun, drep-
inn í Harbin, af föðurlandsvini
frá Kóreu. Árið 1932 munaði
minnstu, að öðrum Kóreu-búa
tækist að sprengja vagn Hiro-
hitos keisara í loft upp rétt við
hallarhliðið. Sprengjan lenti í