Úrval - 01.10.1943, Page 67
ÖLENKA
65
aðra öxlina milli gluggatjald-
anna, og hann varð þess var, að
hún brosti innilega til hans.
Hann bar upp bónorð sitt, og
þau giftust. Og þegar hann
hafði virt háls hennar og þrek-
legar axlir fyrir sér, klappaði
hann saman lófunum og sagði:
„Yndið mitt.“
Hann var sæll. En það rigndi
á brúðkaupsdaginn þeirra, og
örvæntíngarsvipurinn hvarf
aidrei af andliti hans.
Samfarir þeirra urðu góðar.
Hún sat löngum í gjaldkera-
stúkunni í leikhúsinu og hélt
uppi reglu í skemmtistaðnum,
skráði langa talnadálka og borg-
aði laun. Kinnar hennar voru
rósrauðar og barnsleg bros léku
eins og geislabaugar um andlit
hennar, hvort heldur það sást
í glugga gjaldkerastúkunnar,
inni á leiksviðinu eða við veit-
ingaborðin. Þegar hún talaði.
við vini sína, snerist ræða henn-
ar um það, að leikhúsið væri
þýðingarmesta og merkilegasta,
fyrirtækið í veröldinni og eina
ráðið til þess að njóta lífsins,
verða menntaður og mannaður
væri að sækja það af kostgæfni.
,,En haldið þið kannske, að
almenningur skilji þetta?“
spurði hún. „Nei, almenningur
vill hringleikjahús. 1 gær sýnd-
um við Vanisja ,,Faust“, og þá
voru flest sætin auð. Ef við
hefðum haft einhverja endileysu
um hönd, mundi leikhúsið hafa
verið troðfullt, það er ég viss
um. Á morgun ætlum við að.
sýna ,,Orfeus“. Þið verðið að.
koma.“
Hún endurtók allt, sem Kúkin
sagði um leikhús og leikara.
Hún talaði í sama fyrirlitning-
artón og hann um almenning,
skeytingarleysi hans um fagrar
iistir, og búrahátt. Hún var við-
stödd æfingarnar, Ieiðbeindi og
leiðrétti, og vakti yfir hljóð-
færaleikurunum. Þegar miður
æskileg ummæli birtust í blöð-
unum, grét hún og rauk á fund
ritstjórans til þess að ræða við,
hann um málið.
Starfsfólkið var hrifið af
henni og sagði ávallt „yndið
mitt“ eða ,,við Vanisja“, þegar
það talaði um hana. Hún var því
alúðleg og lánaði því Iitlar pen-
ingaupphæðir. Hún sagði manni
sínum aldrei frá því, þótt það
sviki hana — grét í hæsta lagi
dálítið.
Þau störfuðu einnig saman á
veturna. Þá tóku þau veturlangt
á leigu leikhús í borginni, sem
þau leigðu síðan aftur kvöld og