Úrval - 01.10.1943, Page 69

Úrval - 01.10.1943, Page 69
ÖLSNKA 67 jrét svo feiknlega, að það heyrð- ist út á götu og inn í nágranna- húsin. „Æ, hve Olga Semyonovna syrgir manninn sinn sálaða ofsalega," sagði fólk og kross- aði sig. Þrem mánuðum síðar var Ólenka á leið heim frá guðs- þjónustu, döpur í bragði og sorgbitin. í fylgd með henni var maður, sem einnig hafði hlýtt messu, Vasily Pustovaloff, deildarstjóri í viðargeymslu Babakajeffs kaupmanns. Hann var klæddur hvítu vesti, með gullfesti á brjósti og stráhatt á höfði. Hann líktist meira óðals- bónda en verzlunarmanni. ,,Allt gengur ákveðna braut, Olga Semyonovna,“ mælti hann hæglátlega og með hlýleik í röddinni. „Deyi einhver, sem okkur er hugfólginn eða vanda- bundinn, er það guðs vilji, og það eigum við að muna og þola með undirgefni." Hann fylgdi henni heim að garðshliðinu, kvaddi hana þar og hélt brott. Eftir þetta heyrði hún þýða rödd hans fyrir eyr- um sér allan daginn, og ef hún lagði augun aftur, sá hún óðar í huga sér svartskeggjað andlit hans. Hún tók að leggja hug á hann. Og hann hafði bersýni- lega einnig orðið hrifinn af henni. Ekki löngu seinna kom roskin kona, fjarskyld frænka hennar, í heimsókn. Jafnskjótt og konan var sezt við borðið, byrjaði hún að tala um Pustova- loff — hve góður og staðfastur maður hann væri, og að hver kona, sem ynni liug hans og ást, mætti prísa sig sæla. Þrem dög- um síðar kom Pustovaloff sjálf- ur í heimsókn til Ölenku. Hann stóð þó ekki við nema í tíu mín- útur og talaði fátt. En Ólenka varð ástfangin af honum — felldi til hans slíka ofurást, að henni kom ekki dúr á auga næt- urlangt. Morguninn eftir sendi hún til öldruðu konunnar. Skömmu síðar var lýst með þeim Ólenku og Pustovaloff, og litlu eftir það stóð brúðkaups- veizlan. Pustovaloff og Ólenka lifðu hamingjusömu lífi. Hann var venjulega í timburgeymslunum fram til hádegis, en eftir það rak hann ýms verzlunarerindi i bænum. I fjarveru hans var Ólenka oft í skrifstofunum til kvölds, aðstoðaði við bókhald og sagði fyrir verkum. „Timburverðið hækkar orðið um tuttugu af hundraði á hverju
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.