Úrval - 01.10.1943, Page 70
68
ÚRVAL
ári,“ sagði hún við viðskipta-
mennina. „Hugsið ykkur: við
höfum verið vön að fá timbur
hérna úr skógunum okkar. Nú
verður Vasiska að fara á fund
fylkisstjónarinnar í Mogileff til
þess að kaupa við. Og hvílíkt
okurverð.r“ hrópaði hún og
huldi andhtið í höndum sér.
„Hvílíkt geipiverð!“
Henni fannst hún hafa verzl-
að með trjávið mestalla ævina,
og þegar allt kom til alls væri
greið timburverzlun mikilvæg-
ust alls. Það var bæði skemmti-
legt og hugðnæmt að heyra,
hvernig hún bar fram orð eins
og „tré“, ,,bjálkar“, ,,plankar“,
,,borð“, „renglur", ,,stafir“,
,,skÖpt“ og „renningar". Um
nætur dreymdi hana fjallháa
hlaða af borðviði og langar,
endalausar raðir vagna, sem
fluttu við til borgarinnar úr ein-
hverjum fjarlægum skógi. Hana
dreymdi kynstur af bjálkum, 36
feta löngum og fimm þumlunga
gildum, er stóðu upp á endann
eins og hermenn, sem væru að
greiða atlögu að viðargeymsl-
unum. Hver bjálkinn rakst á
annan með braki og þurra-
buldri, sem einkennir unninn
við. Þeir ultu út af, risu upp
aftur og hlóðust í stóra kesti.
Ólenka æpti hástöfum í svefn-
inum, og Pustovaloff mælti hóg-
værlega:
„Ólenka, elskan mín! Hvað
amar að þér? Krossaðu þig.“
Hún var ætíð1 á sama máli og
maður hennar. Ef honum fannst
of heitt í herbergi, fannst henni
það líka. Ef honum þóttu við-
skiptin ganga treglega, þótti
henni það einnig. Pustovaloff
var lítt hneigður til skemmtana
og hélt sig heima á helgum dög-
um, og hún gerði slíkt hið sama.
„Þú ert ævinlega annað hvort
heima eða í skrifstofunum,11
sögðu kunningjakonurnar við
hana. „Hvers vegna ferðu aldrei
í leikhús eða gildaskála, yndið
mitt?“
„Við Vasiska förum aldrei í
leikhús,“ svaraði hún spaklát-
lega. „Við höfum mörgum störf-
um að sinna og getum ekki sóað
tímanum til einskis. Hvaða gagn
hefir fólk af því að fara í leik-
hús?“
Á laugardögum fóru þau
Pustovaloff til aftansöngs, en
til morgunmessu alla helga
daga. Á heimleiðinni gengu þau
hhð við hlið með hátíðasvip. Það
skrjáfaði sældarlega í silkipilsi
hennar, og þægilegan ilm lagði
af þeim báðum. Er heim kom,