Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 74

Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 74
'72 tJRVAL hræðilegt var það ekki að vera skoðanalaus! Tökum dæmi af flösku eða rigningu eða óðals- bónda, sem ekur hjá í vagni. Hún sá allt og þekkti það, sem fyrir augun bar, en þótt henni hefði verið heitið þúsund rúbl- um, hefði hún ekki getað sagt álit sitt á flöskunni eða rigning- unni eða óðalsbóndanum. Meðan hún var gift Kúkin og Pustoval- off, og síðar meðan herlæknir- inn dvaldi hjá henni, hafði hún skoðanir og skýringar á öllu á hraðbergi og var órög að láta þær í ljós. En nú var alltaf sami tómleikinn í höfðinu á henni — allt autt og tómt eins og garðurinn hennar. Bærinn var smám saman að stækka. Kalkvegurinn var orð- inn að glaummiklu stræti, og þar sem úti-skemmtistaðurinn og viðargeymslurnar höfðu ver- ið, risu upp hús við nýjar götur. Tíminn er fljótur að líða. Hús Ólenku lét á sjá. Þakið ryðgaði, rennur beygluðust, þistlar og villigras lagði undir sig garðinn. Sjálf eltist Ólenka og gerðist roskin. Á sumrum sat hún löng- um á dyraþrepinu, og hugur hennar var eins og auðn og lundin örg og döpur. Þegar vorblæinn lagði að vitum henn- ar eða golan bar með sér óm af klukknahringingum frá turni dómkirkjunnar, vöknuðu kann- ske skyndilega gamlar minning- ar í vitund hennar, hjartað þandist út af hlýjustraumi og tárin hrundu niður kinnar henn- ar. En þetta var aðeins snöggv- ast. Svo kom sami tómleikinn yfir hana aftur og gömlu spurn- ingunum skaut upp: Til hvers er að lifa? Bryska, svarti kettl- ingurinn, nuddaði sér upp við hana og malaði lágt, en vinar- þel dýrsins fann ekki hljóm- grunn í sál Ólenku. Það var ekki þetta, sem hún þarfnaðist. Hún þarfnaðist ástar, sem tæki hug hennar fanginn, sál hennar, líkama hennar, og gæfi lífi henn- ar tilgang og fyllingu og vermdi blóðið í gömlum æðum hennar. Og hún rak svarta kettlinginn hranalega úr keltu sinni og sagði: „Farðu burt! Hvað ert þú að gera þarna?“ Þannig leið dagur af degi, ár af ári, án allrar gleði og aðild- ar í lífinu. Allt var hárrétt, sem Mörvu, eldastúlkunni, datt í hug. Heitan dag í júlímánuði, rétt fyrir ljósaskiptin, þegar verið var að reka mjólkurpeninginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.