Úrval - 01.10.1943, Page 74
'72
tJRVAL
hræðilegt var það ekki að vera
skoðanalaus! Tökum dæmi af
flösku eða rigningu eða óðals-
bónda, sem ekur hjá í vagni.
Hún sá allt og þekkti það, sem
fyrir augun bar, en þótt henni
hefði verið heitið þúsund rúbl-
um, hefði hún ekki getað sagt
álit sitt á flöskunni eða rigning-
unni eða óðalsbóndanum. Meðan
hún var gift Kúkin og Pustoval-
off, og síðar meðan herlæknir-
inn dvaldi hjá henni, hafði hún
skoðanir og skýringar á öllu á
hraðbergi og var órög að láta
þær í ljós. En nú var alltaf
sami tómleikinn í höfðinu á
henni — allt autt og tómt eins
og garðurinn hennar.
Bærinn var smám saman að
stækka. Kalkvegurinn var orð-
inn að glaummiklu stræti, og
þar sem úti-skemmtistaðurinn
og viðargeymslurnar höfðu ver-
ið, risu upp hús við nýjar götur.
Tíminn er fljótur að líða. Hús
Ólenku lét á sjá. Þakið ryðgaði,
rennur beygluðust, þistlar og
villigras lagði undir sig garðinn.
Sjálf eltist Ólenka og gerðist
roskin. Á sumrum sat hún löng-
um á dyraþrepinu, og hugur
hennar var eins og auðn og
lundin örg og döpur. Þegar
vorblæinn lagði að vitum henn-
ar eða golan bar með sér óm af
klukknahringingum frá turni
dómkirkjunnar, vöknuðu kann-
ske skyndilega gamlar minning-
ar í vitund hennar, hjartað
þandist út af hlýjustraumi og
tárin hrundu niður kinnar henn-
ar. En þetta var aðeins snöggv-
ast. Svo kom sami tómleikinn
yfir hana aftur og gömlu spurn-
ingunum skaut upp: Til hvers
er að lifa? Bryska, svarti kettl-
ingurinn, nuddaði sér upp við
hana og malaði lágt, en vinar-
þel dýrsins fann ekki hljóm-
grunn í sál Ólenku. Það var ekki
þetta, sem hún þarfnaðist. Hún
þarfnaðist ástar, sem tæki hug
hennar fanginn, sál hennar,
líkama hennar, og gæfi lífi henn-
ar tilgang og fyllingu og vermdi
blóðið í gömlum æðum hennar.
Og hún rak svarta kettlinginn
hranalega úr keltu sinni og
sagði:
„Farðu burt! Hvað ert þú að
gera þarna?“
Þannig leið dagur af degi, ár
af ári, án allrar gleði og aðild-
ar í lífinu. Allt var hárrétt, sem
Mörvu, eldastúlkunni, datt í
hug.
Heitan dag í júlímánuði, rétt
fyrir ljósaskiptin, þegar verið
var að reka mjólkurpeninginn