Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 75
ÖLENKA
73
heim og blakkur rykmökkurinn
grúfði yfir garðinum, var drep-
ið á dyr á húsi ekkjunnar.
Ólenka skundaði sjálf til dyra.
Hún varð sem þrumu lostin, er
hún sá Smirnoff herlækni
standa úti fyrir. Hann var orð-
inn grár fyrir hærum og búinn
að hætti borgara. Ótal gamlar
minningar flykktust í hug henn-
ar, og hún gat ekki haft hemil
á sér. Hún tárfelldi og varpaði
sér í fang Smirnoffs, án þess að
mæla orð frá vörum. Svo örvita
var hún, að hún mundi ekki eftir
sér fyrr en þau voru komin inn
og sezt að tedrykkju.
„Yndið mitt,“ tuldraði hún og
skalf af fögnuði. „Vladimir
Platónýts! Hvaðan í ósköpun-
um kemurðu?“
„Ég ætla að setjast hér að,“
svaraði hann. „Ég hefi verið
leystur frá þjónustu í hernum,
og ég er kominn til þess að lifa
hér sem frjáls og óháður mað-
ur. Drengurinn minn er kominn
á þann aldur, að hann getur far-
ið að stunda menntaskólanám.
Hann er orðinn stálpaður. Þú
veizt auðvitað, að ég hefi sætzt
við konuna mína.“
„Hvar er hún?“
„I gistihúsinu með drenginn.
Ég er að leita mér að íbúð.“
„Guð blessi þig. Viltu ekki
húsið mitt? Þú getur vel not-
azt við það. Ástin mín! Ég
myndi ekki heimta neina leigu
af þér.“ Hún var orðin ham-
stola af æsingu og byrjuð að
gráta aftur. „Þú býrð hér. —
Það er nóg rúm fyrir mig í álm-
unni. — Hvílík hamingja, guð
minn góður!“
Daginn eftir var þakið málað
og veggirnir þvegnir, og Ólenka
gekk um garðinn með kjólerm-
arnar brettar upp fyrir olnboga
og sagði fyrir verkum. Bros lék
um andlit hennar eins og í
gamla daga. Hún var hress og
glöð eins og hún væri nývökn-
uð af löngum svefni. Kona her-
læknisins og sonur komu. Hún
var mögur og slitleg kona og
önugleg á svip. Drengurinn hét
Sasja og var tíu ára gamall,
lítill eftir aldri, búlduleitur, blá-
eygur og með spékoppa í kinn-
um. Hann var ekki fyrr kominn
inn í garðinn en hann fór að
leika sér við kettlinginn og
léttir og áhyggjulausir hlátrar
hans kváðu við.
„Átt þú þenna kött?“ spurði
hann Ólenku. „Þú gefur mér
einn kettling, þegar hún gýtur.
Mamma er svo óttalega hrædd
við mýs.“