Úrval - 01.10.1943, Side 78
76
ÚRVAL
orðin læknir eða verkfræðingur,
ætti stórt hús, vagn og hesta,
konu og börn. Hún sofnaði allt-
af út frá sömu hugsunum, og
tárin streymdu niður vangana
úr lokuðum augum hennar. Og
svarti kötturinn hnipraði sig til
fóta henni og malaði: Murr,
murr, murr.
Skyndilega var drepið harka-
lega á dyr. Ólenka hrökk upp,
dauðskelkuð, og hjartað barðist
ákaft í brjósti hennar. Að hálfri
mínútu liðinni var hurðin knúin
í annað sinn.
„Símskeyti frá Kharkoff,"
hugsað hún og nötraði frá
hvirfli til iija. „Móðir hans vill,
að hann komi til Kharkoff. Ó,
líknsami, góði guð!“
Hún var að örmagnast. Höfuð
hennar, fætur hennar og hendur
hennar urðu helkaldar. Engin
manneskja gat verið jafn
óhamingjusöm og hún, fannst
henni. Enn leið svo sem ein mín-
úta, og svo heyrði hún manna-
mál. Þetta var þá læknirinn að
koma heim úr samkvæmi.
„Guði sé lof og þökk,“ hugs-
aði hún. Henni létti í skapi, og
hún náði aftur valdi yfir sér. Og
hún hallaði sér út af og hugsaði
um Sösju, sem svaf í næsta her-
bergi og umlaði í svefninum:
„Ég ætla að fá þér það. Farðu
frá! Hættu þessum látum!“
Jörðin á uppboði.
Einu sinni var heimurinn boðinn til kaups og seldur. ÞaS var
á annari öld, þegar rómverski keisarinn Pertinax var myrtur af
lífvarðarliði sínu. Lífvarðarliðið bauð rómverska keisaradæmið
til kaups, þeim sem hæst byði, en það náði þá yfir allt, sem
þekkt var af jörðinni um þær mundir.
Þann 28. marz árið 193 bauð auðugur maður að nafni Didius
Salvius Julianus 25 milljónir króna og hreppti hnossið. En dýrð-
in stóð ekki lengi. Nokkrum af herdeildum keisarans, sem voru
fjarverandi, fannst smán að þessu tiltæki. Þær héldu heim til
Rómaborgar og gerðu upreisn. Og heimurinn var aðeins tvo mán-
uði i eign Julianusar.
— Christian Herald.