Úrval - 01.10.1943, Page 81

Úrval - 01.10.1943, Page 81
JÓSÚA FRÁ NAZARET 79 (Jósep hafði gleymt ártalinu) var Pílatus kallaður til Jerúsal- em sökum uppþots, sem þar hafði orðið. Sagt var, að ungur maður (sonur trésmiðs í Nazar- et) hyggði á byltingu gegn hinni rómversku stjórn. Þótt undar- legt megi virðast, er svo að sjá sem njósnarar okkar, sem ann- ars vita um allt, hafi ekki haft veður af þessu, og er þeir höfðu rannsakað málið, lýstu þeir yfir því, að trésmiðurinn væri fyrir- myndar borgari og að ástæðu- laust væri að höfða mál gegn honum. En hinum gamaldags foringjum Gyðinga þótti stórum miður, að því er Jósep skýrir frá. Þeim var illa við hylli þá, sem smiðurinn ávann sér meðal hinna fjölmennu, en fátæku Hebrea. ,,Naðverjinn“ (svo sögðu þeir Pílatusi) hafði lýst því opinberlega yfir, að Grikki, Rómverji eða jafnvel Filistei, sem reyndi að lifa siðsamlega og heiðarlega, væri alveg eins góðir og Gyðingurinn, sem eyddi dögunum í lestur hinna fornu Móselaga. Pílatus virðist ekki hafa lagt mikið upp úr þessum rökum, en þegar múgurinn um- hverfis musterið hótaði að taka Jesú af lífi án dóms og laga, og drepa alla fylgismenn hans, ákvað hann að setja smiðinn í gæzluvarðhald, til þess að bjarga lífi hans. Það lítur ekki út fyrir, að hann hafi skilið eðli deilunnar. I hvert skipti, sem hann bað Gyðingaprestana að útskýra málið, hrópuðu þeir „villutrú“ og „landráð“, og gengu ber- serksgang. Að lokum (eftir því sem Jósep sagði mér) lét Pílat- us sækja Jósúa (en svo hét Nað- verjinn; en Grikkir, sem búa á þessum slóðum, nefna hann ávallt Jesús) til þess að hann gæti rætt við hann persónulega. Þeir ræddust við í nokkrar klukkustundir. Hann spurði hann um hinar „hættulegu kenningar“, sem hann var tal- inn hafa kennt á ströndum Galileu-vatns. En Jesús svaraði á þá leið, að hann minntist aldrei á stjórnmál. Hann hafði ekki eins mikinn áhuga á líkama mannsins og sál hans. Hann vildi, að allir menn litu á ná- unga sína sem bræður sína og dýrkuðu aðeins einn guð, sem væri faðir alls lifanda. Pílatus, sem hefir verið vel að sér í kenningum Stóumanna og grískri heimspeki yfirleitt, virð- ist ekki hafa fundið neitt bylt- ingakennt í tali Jesú. Mér er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.