Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 81
JÓSÚA FRÁ NAZARET
79
(Jósep hafði gleymt ártalinu)
var Pílatus kallaður til Jerúsal-
em sökum uppþots, sem þar
hafði orðið. Sagt var, að ungur
maður (sonur trésmiðs í Nazar-
et) hyggði á byltingu gegn hinni
rómversku stjórn. Þótt undar-
legt megi virðast, er svo að sjá
sem njósnarar okkar, sem ann-
ars vita um allt, hafi ekki haft
veður af þessu, og er þeir höfðu
rannsakað málið, lýstu þeir yfir
því, að trésmiðurinn væri fyrir-
myndar borgari og að ástæðu-
laust væri að höfða mál gegn
honum. En hinum gamaldags
foringjum Gyðinga þótti stórum
miður, að því er Jósep skýrir
frá. Þeim var illa við hylli þá,
sem smiðurinn ávann sér meðal
hinna fjölmennu, en fátæku
Hebrea. ,,Naðverjinn“ (svo
sögðu þeir Pílatusi) hafði lýst
því opinberlega yfir, að Grikki,
Rómverji eða jafnvel Filistei,
sem reyndi að lifa siðsamlega
og heiðarlega, væri alveg eins
góðir og Gyðingurinn, sem eyddi
dögunum í lestur hinna fornu
Móselaga. Pílatus virðist ekki
hafa lagt mikið upp úr þessum
rökum, en þegar múgurinn um-
hverfis musterið hótaði að taka
Jesú af lífi án dóms og laga, og
drepa alla fylgismenn hans,
ákvað hann að setja smiðinn í
gæzluvarðhald, til þess að
bjarga lífi hans.
Það lítur ekki út fyrir, að
hann hafi skilið eðli deilunnar.
I hvert skipti, sem hann bað
Gyðingaprestana að útskýra
málið, hrópuðu þeir „villutrú“
og „landráð“, og gengu ber-
serksgang. Að lokum (eftir því
sem Jósep sagði mér) lét Pílat-
us sækja Jósúa (en svo hét Nað-
verjinn; en Grikkir, sem búa á
þessum slóðum, nefna hann
ávallt Jesús) til þess að hann
gæti rætt við hann persónulega.
Þeir ræddust við í nokkrar
klukkustundir. Hann spurði
hann um hinar „hættulegu
kenningar“, sem hann var tal-
inn hafa kennt á ströndum
Galileu-vatns. En Jesús svaraði
á þá leið, að hann minntist
aldrei á stjórnmál. Hann hafði
ekki eins mikinn áhuga á líkama
mannsins og sál hans. Hann
vildi, að allir menn litu á ná-
unga sína sem bræður sína og
dýrkuðu aðeins einn guð, sem
væri faðir alls lifanda.
Pílatus, sem hefir verið vel að
sér í kenningum Stóumanna og
grískri heimspeki yfirleitt, virð-
ist ekki hafa fundið neitt bylt-
ingakennt í tali Jesú. Mér er