Úrval - 01.10.1943, Page 84
■82
ÚRVAL
átt við nána snertingu, sem
hefir í för með sér skipti á
kjarnaefnum og öðrum efnum.
Þegar þessi efnavíxlun hefir
farið fram, skilja amöburnar
og halda því næst hvor um sig
áfram að æxlast við skiptingu.
Ef lífskilyrði amöbunnar væru í
öllu tilliti fullkomin, virðist svo
sem þessi efnavíxlun væri
ónauðsynleg, en náttúran skap-
ar sjaldan börnum sínum alfull-
komin lífskilyrði til lengdar, og
má því líta á þessa efnavíxlun
sem nauðsynlega öryggisráð-
stöfun til viðhalds stofninum.
Er þessi tilfallandi, en alls
ekki skuldbindandi, efnavíxlun
tveggja einstaklinga fyrsta
skrefið á þróunarbraut kynæxl-
unarinnar? Það er erfitt að
svara þessari spurningu með
vissu, en eitt er víst, að þessi
víxlun á efnum tveggja fruma
við snertingu er í mörgu lík því,
sem fram fer við kynæxlun.
Kynæxlun er fyrst og fremst
samruni frumukjarna frá tveim
einstaklingum. Hjá amöbunum
er ekki þörf á, að frumur þær,
sem skiptast á efnum við snert-
ingu, séu frábrugðnar hvor ann-
arri, en svo má heita, að það sé
algild regla hjá þeim dýrum,
sem tímgast við kynæxlun, að
tímgunarfrumurnar séu ólíkar
hvor annarri. Þessi mismunur
leyfir verkaskiptingu á þann
hátt, að karlfruman tekur að
sér hinn virka þátt við frjóvg-
unina, en kvenfruman verður
forðabúr fyrir hinn nýja ein-
stakling, sem skapast við sam-
runann.
Ef æxlunin er í frumeðli sínu
kynlaus athöfn, hvers vegna
verður kynferðislífið þá æ meiri
þáttur í henni því lengra sem
vér komum á þróunarbrautinni ?
Hverjir eru kostir þessarar
flóknu æxlunaraðferðar, þessa
skuldbindandi samruna tveggja
ólíkra fruma, umfram æxlun
við skiptingu?
Það er hlutverk erfðafræðing-
anna að svara þessari spurn-
ingu, að svo miklu leyti, sem
henni verður svarað. Frá þeirra
sjónarmiði er lífið í stöðugri
framvindu, aldrei í kyrrstöðu.
Til þess að laga sig eftir hinu
breytilega umhverfi, er það
stöðugt að gera nýjar tilraunir.
Þessar nýju tilraunir verða til
við hinar svonefndu stökkbreyt-
ingar (mutationir) í erfðaeigin-
leikum einstaklinganna, sem
síðan verða arfgengir eiginleik-
ar í kynstofninum, ef breyting-
in reynist til bóta, en deyr út