Úrval - 01.10.1943, Side 84

Úrval - 01.10.1943, Side 84
■82 ÚRVAL átt við nána snertingu, sem hefir í för með sér skipti á kjarnaefnum og öðrum efnum. Þegar þessi efnavíxlun hefir farið fram, skilja amöburnar og halda því næst hvor um sig áfram að æxlast við skiptingu. Ef lífskilyrði amöbunnar væru í öllu tilliti fullkomin, virðist svo sem þessi efnavíxlun væri ónauðsynleg, en náttúran skap- ar sjaldan börnum sínum alfull- komin lífskilyrði til lengdar, og má því líta á þessa efnavíxlun sem nauðsynlega öryggisráð- stöfun til viðhalds stofninum. Er þessi tilfallandi, en alls ekki skuldbindandi, efnavíxlun tveggja einstaklinga fyrsta skrefið á þróunarbraut kynæxl- unarinnar? Það er erfitt að svara þessari spurningu með vissu, en eitt er víst, að þessi víxlun á efnum tveggja fruma við snertingu er í mörgu lík því, sem fram fer við kynæxlun. Kynæxlun er fyrst og fremst samruni frumukjarna frá tveim einstaklingum. Hjá amöbunum er ekki þörf á, að frumur þær, sem skiptast á efnum við snert- ingu, séu frábrugðnar hvor ann- arri, en svo má heita, að það sé algild regla hjá þeim dýrum, sem tímgast við kynæxlun, að tímgunarfrumurnar séu ólíkar hvor annarri. Þessi mismunur leyfir verkaskiptingu á þann hátt, að karlfruman tekur að sér hinn virka þátt við frjóvg- unina, en kvenfruman verður forðabúr fyrir hinn nýja ein- stakling, sem skapast við sam- runann. Ef æxlunin er í frumeðli sínu kynlaus athöfn, hvers vegna verður kynferðislífið þá æ meiri þáttur í henni því lengra sem vér komum á þróunarbrautinni ? Hverjir eru kostir þessarar flóknu æxlunaraðferðar, þessa skuldbindandi samruna tveggja ólíkra fruma, umfram æxlun við skiptingu? Það er hlutverk erfðafræðing- anna að svara þessari spurn- ingu, að svo miklu leyti, sem henni verður svarað. Frá þeirra sjónarmiði er lífið í stöðugri framvindu, aldrei í kyrrstöðu. Til þess að laga sig eftir hinu breytilega umhverfi, er það stöðugt að gera nýjar tilraunir. Þessar nýju tilraunir verða til við hinar svonefndu stökkbreyt- ingar (mutationir) í erfðaeigin- leikum einstaklinganna, sem síðan verða arfgengir eiginleik- ar í kynstofninum, ef breyting- in reynist til bóta, en deyr út
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.