Úrval - 01.10.1943, Page 86
84
ÚRVAL
með samruna við aðra kyn-
frumu, sem er ekki sömu teg-
undar, skapast hin nauðsynlegu
skilyrði.
Hinar frumstæðu kynfrumur,
eins og þær, sem finna má hjá
ýmsum plöntum, eru svo lík-
ar, að þær eru að heita má óað-
greinanlegar. Þrátt fyrir það
verðum við að álykta, að ein-
hver munur sé á þeim, því að
án samruna þeirra getur tímgun
ekki átt sér stað; einar út af
fyrir sig deyja þær, en samein-
aðar skapa þær nýjan einstakl-
ing. En eftir því sem lengra
kemur á þróunarbrautinni verð-
ur mismunurinn á kynfærunum
meiri — kven- og karlfrumurn-
ar ólíkari hvor annari. Ef við
athugum þennan mismun nán-
ar, sjáum við, að karlfruman
hefir tekið að sér hinn virka
þátt við frjóvgunina, en kven-
fruman hefir aftur á móti tekið
að sér að annast um næringu
hins nýskapaða einstaklings. Til
þess að geta fullnægt þessu
hlutverki sínu, hefir þróun kven-
frumunnar eða eggsins hneigst
í þá átt að auka rúmtak henn-
ar, svo að hún gæti orðið forða-
búr, en þróun karlfrumunnar
eða sæðisins, sem lýkur ætlun-
arverki sínu um leið og
frjóvgunin hefir farið fram,
hefir einkum beinst að því að
þroska hreyfitækni þess, og
stærðin haldizt óbreytt. Til þess
að sæðið geti náð fundum eggs-
ins, hefir það eins konar hala
eða sporð, sem það getur mjak-
að sér áfram með í vökva. Þess-
ar kynfrumur eru ekki aðeins
frábrugðnar hvor annari, held-
ur og gerólíkar öllum öðrum
frumum líkamans. Eggfruman
t. d. getur verið mörg þúsund
sinnum stærri en aðrar líkams-
frumur, eins og á sér stað hjá
fuglunum. Stærð sáðfrumanna
er ekki nærri eins breytileg,
heldur miðar öll þróun þeirra
að því að gera þær hæfari til
að hreyfa sig úr stað.
Frumstæðasta form kynferð-
is birtist aðeins í tilvist tveggja
ólíkra kynfruma, en eftir því
sem lengra kemur á þróunar-
brautinni, tekur áhrifa kyn-
ferðisins æ meira að gæta á
aðra hluta líkamans. Öll þróun
karldýrsins beinist í þá átt, að
hann geti fullnægt hlutverki
sínu sem hinn virki þátttakandi
í frjóvguninni, og á sama hátt
beinist þróun kvendýrsins að
því að geta séð fóstrinu fyrir
næringu. Þessara áhrifa gætir
ekki aðeins í líkamsbyggingu,