Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 101
SKJALDBAKA TIL SKEMMTUNAR
99
ur að bókinni, og uppgötvar, að
þarna er eitthvað fyrir, sem
ekki var þar á fyrri ferðum
hennar. Hún fussar við, lítið
eitt, dregur að sér hausinn og
bíður, til þess að ganga úr
skugga um, hvort hér muni vera
árásar von. Þegar hún þykist
viss um, að svo sé ekki, skríð-
ur hún upp á bókina, bröltir
ofan af henni hinum megin, og
heldur síðan áfram sína ákveðnu
leið. Ekki um að tala, að hún
sneiði hjá bókinni. Hún víkur
ekki úr vegi fyrir nokkrum hlut.
Ef torfæran er of há til þess
að hún treysti sér til að skríða
yfir hana, krýpur hún bara und-
ir skelina, og fær sér blund, í
mestu makindum.
Það er talsverður kostur, að
hafa kalt blóð. Þú eða ég mynd-
um verða bálreiðir við bókina,
sparka henni til hliðar, eða taka
hana upp og fleygja henni út í
horn. Akkilles lætur sem ekk-
ert sé. Heita blóðið í okkur er
þess valdandi, að við hlaupum
okkur í hel á fáum árum, og
skammvinn dvöl okkar hér verð-
ur sífeldar æðrustunur og tanna-
gnístran. En skjaldbakan tekur
lífinu, eins og það kemur fyrir,
með köldu blóði — þ. e. á heims-
spekilegan hátt — og henni end-
ist lífið að minnsta kosti í heila
öld og þaðan af lengur.
Vissulega er Akkilles með
köldu blóði, og hann hefir líka
ákaflega gott vald á sjálfum
sér. Og ekki hefir hann einu
sinni tennur til að gnísta, þegar
hann ræður ekki við erfið við-
fangsefni. Þegar fyrir honum
verða erfið viðfangsefni fær
hann sér blund. Allt sem er hon-
um ógeðfellt eða óþægilegt, hef-
ir þau ein áhrif á hann, að hann
sofnar. Hinsvegar tekur hann
því, sem skemmtilegt er eða að
öðru leyti honum að skapi með
óblöndnum fögnuði, eins og
þeim einum er unt, sem saklaus-
ir eru og hyggnir.
Þegar tók að líða á febrúar,
fór Akkilles að bæra á sér og
brölta í skápnum sínum. Og
þegar ég leit þá inn til hans, brá
honum svo við, er dagsljósið
skein í augu honum, og hann sá
framan í mig, að stundum
hnipraði hann sig aftur inn í
skel sína og svaf enn 1 tvo eða
þrjá daga. En svo kom auðvitað
að því, að hann glaðvaknaði,
klöngraðist fram úr skápnum
og fór á stjá um húsið. Hreyf-
ingar hans voru sérkennilegar
og klunnalegar. Hann kjagaði
áfram, löturhægt og íhugull,