Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 104
102
ÍTRVAL
konunni að orði. „Það er eins og
að þeir séu hræddir hvor við
annan.“
Við höfðum ekki af þeim
augun. Eftir stundarkorn læddi
Akkilles hausnum út undan
skeljarbrúninni, með hægð. Sá
gullskreytti hvæsti og Akkilles
fór aftur í hnipur. Skömmu síð-
ar gægðist gesturinn út undan
sinni brynju, en þá hvæsti Akk-
illes, og svo lágu þeir báðir graf-
kyrrir stundarkorn.
Þá rak gesturinn hausinn
fram af nýju. Hann teygði líka
úr rófunni og dró hana á eftir
sér. Hann krækti máluðum nögl-
unum á kaf í gólfábreiðuna og
hristi sig. Síðan tylti hann sér á
tær. Ef hann hefði verið með
vængi, þá hefði hann baðað
þeim. Svo hvæsti hann.
Akkilles hvæsti á móti. Hann
hafði ekki augun af gestinum,
en beið. „Við gætum sennilega
átt kost á því að sjá fyrirmynd-
ar áflog,“ varð mér að orði, „ef
menningin er ekki búin að eyði-
leggja þennan uppstrokna ná-
unga.“
„Æi — nei,“ kveinaði konan.
„Ég vil ekki .... Ættum við
ekki að ...“
„Við skulum láta þá afskipta-
lausa,“ sagði ég dálítið kald-
ranalega. Ég vildi láta Akkilles
jafna um þennan gleiðgosa.
Hann myndi ekki láta neina
borgar-skjaldböku með málaðar
neglur snúa á sig. Ég hafði séð
hann hrista flutningabíla af
bakinu á sér.
Gesturinn var nú farinn að
kjaga til hliðar og aftur á bak,
og alltaf á tánum, með upp-
sperrtan háls og haus. Hann
virtist vera að búa sig undir
áhlaup. Aðra hverja sekúndu
hvæsti hann sem mest hann
mátti. Akkilles hagaði sér öðru-
vísi: hann teygði hálsinn fram
aðeins til hálfs, og lét hann
hvíla á gólfábreiðunni. Og þegar
ég leit til hans, hefði ég getað
svarið það, að í augum hans var
sama kýmni-glottið og þegar ég
kitlaði hann í armkrikann.
Mér gafst ekkert tóm til að
skammast mín hans vegna.
Gylti gesturinn fór nú að hreyfa
sig fram á leið. með all einkenni-
legu, vaggandi göngulagi, —
hann lyfti fótunum eins hátt og
hann gat og bar skelbrynjuna
léttilega. Hann fór í sveig í
kringum Akkilles og horfði allt-
af á hann. Akkilles snéri sér í
hring á sama blettinum til þess
að fylgjast með þessum dansi
— með sinn gráa og hrukkótta