Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 105
SKJALDBAKA TIL SKBMMTUNAR
103;
háls framteygðan til hálfs og
bros á frammjóu snjáldrinu.
Spjátrungurinn skálmaði heil-
an hring á gólfábreiðunni. Hann
kom aftur á blettinn, þar sem
hann hafði byrjað — eins og
listdansari, hossaði sér upp og
aftur á bak. Akkilles var ekkert
vígalegur, og ekkert hreykti
hann sér heldur. Hann var nán-
ast rolulegur. Það var sýnilegt,
að honum geðjaðist að gleiðgos-
anum.
Sannleikurinn laust okkur
bæði á sömu stundu, húsmóður
mína og mig. Akkilles, hinn
heimspekilegi piparsveinn, sem
við töldum vera, sá káti sumar-
heiðingi og vetrar-svefnpurka,
var kvendýr þegar til kom, og
það var ekki um að villast, að
hún var bálskotin í hinum gyllta
gesti.
Húsmóðir mín saup kveljur
og sótroðnaði, út undir eyru.
Hún leit á mig, og augnaráðið
var þannig, að það var eins og
það héngi í loftinu löngu eftir
að hún var farin út. Síðan þreif
hún máluðu skjaldbökuna upp
af gólfinu og flýði.
Akkilles var aumkunarverð
frá þessari stundu. Klukku-
stundum saman vappaði hún um
gólfið, eftir að gesturinn var
farinn, og hvissaði öðru hvoru,
eins og spyrjandi. Hún var nú
ekki lengur heimspekingur. Hún
var einstæðings kvendýr og
dró ekki dul á það. í fyrsta
sinni, frá því er ég sá hana tók
hún ekki Iífinu, eins og það kom
fyrir. Henni virtist vera ómögu-
legt að leggjast til svefns frá
þessu umhugsunarefni. Hún
leitaði undir miðstöðvarofnum
og legubekknum. Síðan kjagaði
hún aftur inn á miðja gólf--
ábreiðuna, þar sem undrið hafði
gerst, og lagðist þar fyrir, eins
og til þess að bíða þess, að það
gerðist í annað sinn. Til þess að
hlífa tilfinningum sjálfs mín,
bar ég hana út og tjóðraði hana
á grasflötinni. En hún snerti
ekki grasið. Hún lá í skel sinni
og hvæsti.
Þegar ég kom út aftur tveim
klukkustundum síðar, var hún
horfin. Strengurinn var slitinn
og stuttur spotti eftir við
tjóðurhælinn. En Akkilles, þessi
dulbúna Rósalinda í drengs-
gerfi, var horfin og ég hefi ekki
séð hana síðan. Ókunnugt er
mér um það, hvort hún fann
nokkurn tíma þennan gyllta
„pilt“ sinn. Ef til vill hefir hún
fundið hann. Amor vincit
o m n i a . — Ástin sigrar allt,..