Úrval - 01.10.1943, Page 107
UPPHAF ÍSALDAR Á SVIÐI SKURÐLÆKNINGA
105
járnbrautarlest, svo að af tók
fótinn um hnéð. Þegar læknir-
inn kom, var manninum nærri
blætt út. Auk þess hafði hann
fengið alvarlegt taugaáfall.
Þótt hann fengi blóðgjöf og
sulfanilamid, höfðu svo mikil
óhreinindi farið inn í sundur-
tættan stúfinn, að innan sólar-
hrings tók hann að bólgna.
Maðurinn fékk lungnabólgu, og
ekkert virtist bíða hans nema
dauðinn.
McElvenny tók þá til sinna
ráða. Hann lagði mulinn ís við
stúfinn og batt um. Innan
klukkustundar var allur verkur
horfinn. Skömmu seinna hætti
öll útferð úr sárinu og maður-
inn kom til sjálfs sín og blóð-
þrýstingurinn hækkaði smám
saman, þar til hann var orðinn
eðlilegur. Þrem dögum seinna
var hægt að hreinsa sárin og
loka þeim, og eftir fimm daga
var maðurinn seztur upp og far-
inn að reykja pípu.
,,Frysti-deyfing“ er orðin al-
geng við aðgerðir á drepi, sem
kemur í sár sykursýkis-sjúk-
Linga. Af því að slíkir sjúkling-
ar eru venjulega gamalt fólk,
eru allar skurðaðgerðir á þeim
taldar mjög hættulegar. En
Harry E. Mock, læknir í Chi-
cago, segir, að með því að nota
ísdeyfingu hafi dauðsföllum af
völdum slíkra aðgerða farið
stórfækkandi.
Ástæðan til þess, að ísdeyf-
ing ber svo góðan árangur er
,sú, að kuldinn dregur úr allri
líffærastarfsemi. Aðalhættan
við uppskurði eru taugaáföll,
sem eiturefni líkamans sjálfs
valda. En þegar einhver hluti
líkamans er kældur niður að
vissu marki, dregur mjög úr
myndun þessarra eiturefna.
Kuldinn heftir líka vöxt og
dreifingu sýkla í sárum.
Eins og oft á sér stað um
nýjungar á sviði læknavísind-
anna, höfðu menn löngu áður
og oftar en einu sinni tekið eft-
ir deyfandi áhrifum kuldans.
Einn af skurðlæknum Napó-
leons hafði veitt því eftirtekt á
undanhaldinu frá Moskvu, að
aflimun á særðum mönnum var
nærri sársaukalaus, þegar mikl-
ir kuldar voru. Og nokkrum
áratugum síðar báru tilraunir
enska læknisins Jakobs Arnott
með ísdeyfingar svo mikinn
árangur, að hann skrifaði heila
bók um þær.
Tilraunir dr. Temple Fay við
Templeháskólann í Fíladelfíu,
til að hefta vöxt krabbameins