Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 109
UPPHAF ISALDAR Á SVIÐI SKURÐLÆKNINGA
107
halda á honum hita, en senni-
lega rýrir hitinn batamöguleika
hans.“
Enskir læknar hafa kynnt sér
áhrif kælingar á menn, sem
særzt hafa í loftárásum. Marg-
ir, sem grafnir voru undan rúst-
um hruninna húsa og virtust
ómeiddir, dóu af einhverjum
óskiljanlegum ástæðum fáum
klukkustundum síðar. Það er
álitið, að eitur, sem myndast
hafði í lim, er verið hafði í
klemmu, þannig að blóðrás
stöðvaðist, hafi borizt með blóð-
inu út um líkamann, þegar lim-
urinn losnaði, og valdið tauga-
áfalli og dauða. I slíkum tilfeil-
um telur ,,Lancet“, hið fræga
læknisfræðitímarit Breta, ráð-
legt að setja blóðhaft á liminn
■og kæla hann, jafnvel þótt ekk-
ert sár sé og engin blæðing, til
þess að koma í veg fyrir að eit-
urefnin, sem kunna að hafa
myndazt í limnum, berizt eins
ört með blóðinu út um líkam-
ann.
Snemma á árinu 1941 var
frægu, brezku herskipi sökkt
undan ströndum Noregs. Þeir,
sem af komust, hröktust dögum
saman á hafinu á litlum björg-
unarfleka, með fæturna í ísköld-
um sjónum. Loks fann togari
þá. Þeir voru ailir fluttir undir
þiljur og raðað í kringum eid-
stóna, til þess að verma dofna
og bólgna fætur þeirra, Afleið-
ingar þessa misskilda góðverks
urðu öriagaríkar. Sumir skip-
brotsmanna fengu drep í fæt-
urna, og varð að taka þá af
þeim; en þeir, sem bezt sluppu,
urðu að liggja lengi í sjúkra-
húsi.
Þegar fætur, sem verið liafa
þannig gegnkaldir dögum sam-
an, eru skyndilega hitaðir upp,
þá vakna hinar hálfdauðu húð-
frumur fyrst til lífsins, og
þarfnast þá strax aukins blóð-
rennslis til þess að geta lifað og
starfað, en blóðrásin dýpra í
fætinum, sem lömuð er af kuld-
anum, getur ekki fullnægt þess-
ari auknu blóðþörf, og afleið-
ingin verður bólga, blöðrur og
sárar kvalir.
Það, sem gera ber við sjúk-
ling í slíkum tilfellum, er að
hátta hann niður í heitt rúm, en
k æ 1 a fætur hans, ýmist með
íspokum eða köldu lofti, dögum
eða jafnvel vikum saman. Með
þessari aðferð mun í framtíðinni
mega draga mikið úr þeim
hörmungum, sem jafnan fylgja
tíðum sjóslysum, einkum á
stríðstímum.