Úrval - 01.10.1943, Side 109

Úrval - 01.10.1943, Side 109
UPPHAF ISALDAR Á SVIÐI SKURÐLÆKNINGA 107 halda á honum hita, en senni- lega rýrir hitinn batamöguleika hans.“ Enskir læknar hafa kynnt sér áhrif kælingar á menn, sem særzt hafa í loftárásum. Marg- ir, sem grafnir voru undan rúst- um hruninna húsa og virtust ómeiddir, dóu af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fáum klukkustundum síðar. Það er álitið, að eitur, sem myndast hafði í lim, er verið hafði í klemmu, þannig að blóðrás stöðvaðist, hafi borizt með blóð- inu út um líkamann, þegar lim- urinn losnaði, og valdið tauga- áfalli og dauða. I slíkum tilfeil- um telur ,,Lancet“, hið fræga læknisfræðitímarit Breta, ráð- legt að setja blóðhaft á liminn ■og kæla hann, jafnvel þótt ekk- ert sár sé og engin blæðing, til þess að koma í veg fyrir að eit- urefnin, sem kunna að hafa myndazt í limnum, berizt eins ört með blóðinu út um líkam- ann. Snemma á árinu 1941 var frægu, brezku herskipi sökkt undan ströndum Noregs. Þeir, sem af komust, hröktust dögum saman á hafinu á litlum björg- unarfleka, með fæturna í ísköld- um sjónum. Loks fann togari þá. Þeir voru ailir fluttir undir þiljur og raðað í kringum eid- stóna, til þess að verma dofna og bólgna fætur þeirra, Afleið- ingar þessa misskilda góðverks urðu öriagaríkar. Sumir skip- brotsmanna fengu drep í fæt- urna, og varð að taka þá af þeim; en þeir, sem bezt sluppu, urðu að liggja lengi í sjúkra- húsi. Þegar fætur, sem verið liafa þannig gegnkaldir dögum sam- an, eru skyndilega hitaðir upp, þá vakna hinar hálfdauðu húð- frumur fyrst til lífsins, og þarfnast þá strax aukins blóð- rennslis til þess að geta lifað og starfað, en blóðrásin dýpra í fætinum, sem lömuð er af kuld- anum, getur ekki fullnægt þess- ari auknu blóðþörf, og afleið- ingin verður bólga, blöðrur og sárar kvalir. Það, sem gera ber við sjúk- ling í slíkum tilfellum, er að hátta hann niður í heitt rúm, en k æ 1 a fætur hans, ýmist með íspokum eða köldu lofti, dögum eða jafnvel vikum saman. Með þessari aðferð mun í framtíðinni mega draga mikið úr þeim hörmungum, sem jafnan fylgja tíðum sjóslysum, einkum á stríðstímum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.