Úrval - 01.10.1943, Blaðsíða 111
ERTU GÁFAÐUR?
109
verð ég þá að ganga seinni
míluna til þess að ná lestinni?
10. Eggjafjöldi í körfu tvö-
faldast á hverri mínútu. Eftir
klukkutíma er karfan orðin full.
Eftir hvað langan tíma var hún
hálf ?
11. Smali átti 17 kindur. Allar
nema níu dóu. Hve margar átti
hann eftir?
12. Tíu feta langur kaðalstigi
hangir niður með skipshlið. Á
milli þrepanna er eitt fet og
neðsta þrepið nemur við hafs-
flötinn. Það er aðfall og sjórinn
hækkar um hálft fet á hverjum
klukkutíma. Eftir hvað langan
tíma nær sjórinn upp að þriðja
þrepinu ?
13. Tveir feður og tveir synir
skutu hver um sig eina önd, og
þó skutu þeir aðeins þrjár endur
samtals. Hvernig gat það skeð ?
14. Maður kaupir vindla fyrir
tvær krónur og fær kaupmann-
inum fimmkrónaseðil. Kaup-
maðurinn getur ekki skipt, en
skreppur út í næstu búð og fær
þar seðlinum skipt í fimm krónu
peninga. Þegar viðskiptavinur-
inn hefir fengið vindlana og
þrjár krónur til baka, fer hann.
En skömmu seinna kemur búð-
armaðurinn, sem skipt hafði
seðlinum, og segir, að hann sé
falsaður. Kaupmaðurinn fær
honum ófalsaðan fimmkróna-
seðil í staðinn. Hve miklu hefir
kaupmaðurinn tapað á þessum
viðskiptum, í vindlum og pen-
ingum ?
15. Hvaða minnsta andaf jölda
er hægt að komast af með, ef
þær eiga að synda í svofelldri
fylkingu: Tvær endur á undan
einni önd, tvær endur á eftir
einni önd og ein önd á milli
tveggja anda?
16. Við vitum öll, að tólf eins-
eyrisfrímerki eru í einu dúsíni,
en hve mörg tveggja-aurafrí-
merki eru í einu dúsíni?
17. Faðir og tveir synir koma
að ferjustað. Faðirinn vegur 200
pund, ög synirnir 100 pund hvor,
en ferjan tekur aðeins 200 pund.
Hvernig geta þeir allir komizt
yfir ána á ferjunni?
18. Tíu bókum er raðað hlið
við hlið í bókahillu. Hver bók
er 100 blaðsíður, samtals eru
þær því 1000 síður. Ormur byrj-
ar að éta sig 1 gegnum fyrstu
blaðsíðuna á fyrstu bókinni
(lengst til vinstri) ,heldur áfram
í gegnum allar bækurnar og
endar á síðustu blaðsíðunni í
síðustu bókinni. 1 gegnum hvað
margar blaðsíður hefir hann
étið sig?