Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 117
FLICKA
115
stóðmerarnar. Þú mátt koma
með.“
„Má ég fara líka, pabbi?“
spurði Howard.
McLaughlin leit á Howard,
ygldur á svip. „Þú hirtir fol-
ann þinn illa í gærkvöldi. Hann
var klepraður á fótunum.“
Howard fór hjá sér. „Bg
kembdi honum . .
„Já, niður að hækilbeini.“
„Hann slær.“
„Hverjum er það að kenna?
Þú færð ekki að koma á bak
honum, fyrr en þú hefir hreins-
að á honum fætuma.“
Drengirnir litu hvor á annan;
Kennie með duldri sigurgleði,
en Howard gramur. McLaugh-
lin sneri til dyranna. „Og Ken,
eftir viku héðan í frá, ætla ég
að gefa þér fola. Þú getur not-
að tímann til að velja, hvern
þú vilt fá.“
Kennie spratt upp af stóln-
um og starði á föður sinn.
„Áttu við veturgamlan fola,
pabbi?“
McLaughin varð dálítið bilt
við þessa spurningu, en kona
hans brosti í laumi. Ef Kennie
fengi veturgamlan fola, yrði
hann jafn Howard.
„Pabbi þinn á við veturgaml-
an fola, Ken,“ sagði hún blíð-
lega. „Flýttu þér nú með lexí-
umar þínar.“
Kennie fannst hann vera
mesti maðurinn á bænum. Hann
varð hnarreistari og augnaráð-
ið djarfiegra; hann var allur
annar maður. Jafnvel vinnu-
mennirnir, Gus og Tim Murphy,
höfðu ekki eins mikinn áhuga á
neinu og því, hvaða fola Kennie
myndi velja.
Howard þoldi ekki við fyrir
óþreyju. „Hvern ætlar þú að
velja, Ken? Veldu Léttfeta —
af hverju gerir þú það ekki?
Hann og Háfeti minn eru eins-
konar tvíburar."
Drengirnir sátu úti við rétt
og voru önnum kafnir við að
fægja beizlisstengur.
Ken horfði á bróður sinn með
fyrirlitningu. Léttfeti myndi
aldrei komast í hálfkvisti við
Háfeta hvað hraða snerti.
„En Jörp þá,“ sagði Howard.
„Hún er dökk eins og minn. Og
hún verður fljót . . .“
„Pabbi hefir ekkert álit. á
Jörp.“
Nell McLaughlin sá breyting-
una, sem orðin var á Kennie, og
hún varð vonbetri. Hann tók
bækurnar sínar á morgnana og
las af ákafa. Dagdraumamir
hurfu fyrir nýju f jöri og skerpu.