Úrval - 01.10.1943, Page 117

Úrval - 01.10.1943, Page 117
FLICKA 115 stóðmerarnar. Þú mátt koma með.“ „Má ég fara líka, pabbi?“ spurði Howard. McLaughlin leit á Howard, ygldur á svip. „Þú hirtir fol- ann þinn illa í gærkvöldi. Hann var klepraður á fótunum.“ Howard fór hjá sér. „Bg kembdi honum . . „Já, niður að hækilbeini.“ „Hann slær.“ „Hverjum er það að kenna? Þú færð ekki að koma á bak honum, fyrr en þú hefir hreins- að á honum fætuma.“ Drengirnir litu hvor á annan; Kennie með duldri sigurgleði, en Howard gramur. McLaugh- lin sneri til dyranna. „Og Ken, eftir viku héðan í frá, ætla ég að gefa þér fola. Þú getur not- að tímann til að velja, hvern þú vilt fá.“ Kennie spratt upp af stóln- um og starði á föður sinn. „Áttu við veturgamlan fola, pabbi?“ McLaughin varð dálítið bilt við þessa spurningu, en kona hans brosti í laumi. Ef Kennie fengi veturgamlan fola, yrði hann jafn Howard. „Pabbi þinn á við veturgaml- an fola, Ken,“ sagði hún blíð- lega. „Flýttu þér nú með lexí- umar þínar.“ Kennie fannst hann vera mesti maðurinn á bænum. Hann varð hnarreistari og augnaráð- ið djarfiegra; hann var allur annar maður. Jafnvel vinnu- mennirnir, Gus og Tim Murphy, höfðu ekki eins mikinn áhuga á neinu og því, hvaða fola Kennie myndi velja. Howard þoldi ekki við fyrir óþreyju. „Hvern ætlar þú að velja, Ken? Veldu Léttfeta — af hverju gerir þú það ekki? Hann og Háfeti minn eru eins- konar tvíburar." Drengirnir sátu úti við rétt og voru önnum kafnir við að fægja beizlisstengur. Ken horfði á bróður sinn með fyrirlitningu. Léttfeti myndi aldrei komast í hálfkvisti við Háfeta hvað hraða snerti. „En Jörp þá,“ sagði Howard. „Hún er dökk eins og minn. Og hún verður fljót . . .“ „Pabbi hefir ekkert álit. á Jörp.“ Nell McLaughlin sá breyting- una, sem orðin var á Kennie, og hún varð vonbetri. Hann tók bækurnar sínar á morgnana og las af ákafa. Dagdraumamir hurfu fyrir nýju f jöri og skerpu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.