Úrval - 01.10.1943, Page 120

Úrval - 01.10.1943, Page 120
118 ÚRVAL Hvers vegna ferðu ekki fyrir hrossin ?“ Kennie raknaði við og hleypti á eftir hinum. Von bráðar náðu þeir hestunum. Réttinni var lok- að, og eftir klukkustund var Flicka orðin ein í þröngri stíu, þar sem venja var að brenni- merkja folöldin. Gus rak hin hrossin út í haga. En Flicka kærði sig ekkium að vera skilin ein eftir. Hún kastaði sér á réttargirðinguna og reyndi að stökkva yfir hana. Girðingin var sjö fet á hæð. Hún festi annan framfótinn í efsta lang- bandinu og reynai að svifta sér yfir. — Ken tók andann á lofti af ótta við að hún fót- brotnaði. Þegar hún losnaði, féll hún aftur yfir sig, veltist um, hneggjaði og þaut eins og byssubrennd um stíuna. Kennie varð ekki um sel og faðir hans varð þungur á brúnina. Enn á ný kastaði hún sér á girðinguna, og nú brotnaði eitt Iangbandið og síðan annað. Hún sá opið, tróð sér í gegnum það og lagði á flótta, sár og blóð- risa. Áður en Gus gat lokað hlið- inu, var hryssan þotin út um það. Hún hentist þvert yfir veg- inn og yfir framræsluskurðinn og flaug upp brekkuna eins og fugl. „Það er naumast!" sagði Gus, orðlaus af undrun. Rob McLaughlin gaf Kennie enn eitt tækifæri til að breyta ákvörðun sinni. „Þetta er síð- asta boð, drengur minn. Þú ætt- ir heldur að velja þér hest, sem þú gætir gert þér einhverja von um að komast á bak á. Ég væri búinn að losa mig við allar þess- ar óhemjur, ef þær væru ekki svona fjandi fráar á fæti — ég hefi verið svo mikill bjáni að halda, að ég myndi einhvern- tíma hitta fyrir viðráðanlega skepnu af þessu kyni — þá. myndi ég nefnilega eignast gæð- ing. En ég hefi ekki fundið neitt hestsefnið enn — og Flicka verð- ur það ekki heldur.“ „Flicka verður það ekki held- ur,“ samsinnti Howard. „Það væri nú kannske mögu- legt að temja hana,“ sagði Kennie; og Nell tók eftir því, að enda þótt varir hans titruðu, brann ofstækisfull einbeittni í augum hans. „Ken,“ sagði Rob, „þú ert sjálfráður. Ef þig langar til að eiga hryssuna, skulum við ná henni. En ef henni kippir í kyn- ið, þá býst ég við, að hún drep-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.