Úrval - 01.10.1943, Qupperneq 120
118
ÚRVAL
Hvers vegna ferðu ekki fyrir
hrossin ?“
Kennie raknaði við og hleypti
á eftir hinum. Von bráðar náðu
þeir hestunum. Réttinni var lok-
að, og eftir klukkustund var
Flicka orðin ein í þröngri stíu,
þar sem venja var að brenni-
merkja folöldin. Gus rak hin
hrossin út í haga.
En Flicka kærði sig ekkium að
vera skilin ein eftir. Hún kastaði
sér á réttargirðinguna og reyndi
að stökkva yfir hana. Girðingin
var sjö fet á hæð. Hún festi
annan framfótinn í efsta lang-
bandinu og reynai að svifta
sér yfir. — Ken tók andann á
lofti af ótta við að hún fót-
brotnaði. Þegar hún losnaði, féll
hún aftur yfir sig, veltist um,
hneggjaði og þaut eins og
byssubrennd um stíuna. Kennie
varð ekki um sel og faðir hans
varð þungur á brúnina.
Enn á ný kastaði hún sér á
girðinguna, og nú brotnaði eitt
Iangbandið og síðan annað. Hún
sá opið, tróð sér í gegnum það
og lagði á flótta, sár og blóð-
risa.
Áður en Gus gat lokað hlið-
inu, var hryssan þotin út um
það. Hún hentist þvert yfir veg-
inn og yfir framræsluskurðinn
og flaug upp brekkuna eins og
fugl.
„Það er naumast!" sagði Gus,
orðlaus af undrun.
Rob McLaughlin gaf Kennie
enn eitt tækifæri til að breyta
ákvörðun sinni. „Þetta er síð-
asta boð, drengur minn. Þú ætt-
ir heldur að velja þér hest, sem
þú gætir gert þér einhverja von
um að komast á bak á. Ég væri
búinn að losa mig við allar þess-
ar óhemjur, ef þær væru ekki
svona fjandi fráar á fæti — ég
hefi verið svo mikill bjáni að
halda, að ég myndi einhvern-
tíma hitta fyrir viðráðanlega
skepnu af þessu kyni — þá.
myndi ég nefnilega eignast gæð-
ing. En ég hefi ekki fundið neitt
hestsefnið enn — og Flicka verð-
ur það ekki heldur.“
„Flicka verður það ekki held-
ur,“ samsinnti Howard.
„Það væri nú kannske mögu-
legt að temja hana,“ sagði
Kennie; og Nell tók eftir því,
að enda þótt varir hans titruðu,
brann ofstækisfull einbeittni í
augum hans.
„Ken,“ sagði Rob, „þú ert
sjálfráður. Ef þig langar til að
eiga hryssuna, skulum við ná
henni. En ef henni kippir í kyn-
ið, þá býst ég við, að hún drep-