Úrval - 01.10.1943, Page 122
120
ÚRVAL
lokaðar, tók hún á rás þvert
yfir svæðið, í áttina til fjallsins,
þar sem hún hafði alið aldur
sinn. Þegar hún kom að girðing-
unni bjó hún sig til stökks —
og stökk.
Mennirnir þrír, sem horfðu á
þessar aðfarir, fundu hjá sér
tilhneigingu til að loka augun-
um, og Kennie rak upp ang-
istaróp.
Hryssan braut tuttugu faðma
skarð í girðinguna, þar sem hún
henti sér á hana. Hún festist í
efstu langböndunum, fór koll-
hnís og kom niður á bakið.
Þarna lá hún og var svo flækt
í gaddavír, að hún gat ekki
hreyft sig.
, ,Bölvaður gaddavírinn i “
sagði McLaughlin. ,,Ef maður
hefði efni á að setja upp al-
mennilegar girðingar . . .“
Þegar þeir gengu til hryss-
unnar, rak Kennie lestina. Þeir
stóðu umhverfis hana, þar sem
hún lá sparkandi og spriklandi,
unz vírinn hafði vafizt þétt utan
um hana. Hún var öll særð og
fleiðruð. Að lokum missti hún
meðvitund og stór blóðpollur
myndaðist í grasinu undir henni.
Gus klippti vírinn með vír-
klippum, sem hann bar ávallt á
sér; síðan drógu þeir hryssuna
inn á afgirta svæðið, lagfærðu
girðinguna, náðu í heytuggu,
hafra og vatnsbala, og töldu
sig vera búna vel að gera.
„Ég held, að hún hafi það
ekki af,“ sagði McLaughlin.
Morguninn eftir var Kennie
kominn á fætur klukkan fimm
og farinn að lesa. Klukkan sex
fór hann út til að gefa hryss-
unni.
Hún hafði ekki hreyft sig úr
stað og hvorki bragðað vott né
þurrt. Það blæddi ekki lengur
úr sárunum, en þau voru bólgin
og hrúðruð.
Kennie sótti fulla vatnsfötu
og hellti yfir hana. Flicka vakn-
aði af mókinu og brölti á fætur,
en hún var óstyrk og reikaði.
Kennie gekk nokkur skref i
burtu og settist, en hafði ekki
augun af henni. Þegar hann fór
inn að borða morgunmatinn,
var hún búin að drekka talsvert
af vatninu og var farinn að
narta í hafrana.
Upp frá þessu fór hún heldur
að ná sér. Hún át, drakk og
haltraði um túnið. Oft stóð hún
tímum saman í höm undir trjá-
runna, sem þarna var. Bólguna
dró úr meiðslunum og sárin
tóku að gróa,
Kennie var oftast hjá henni;