Úrval - 01.04.1946, Qupperneq 11
SAMVIZKA ÞÝZKU ÞJÖÐARINMAR
— sem aðeins styrkti aðstöðu
nazista heima fyrir — hefði
stríðið endað miklu fyrr og
miljónum mannslífa verið forð-
að frá tortimingu.“
Mér finnst þessar röksemdir
ekki vera eins athyglisverðar
og það, hve margir andnazist-
ar nota þær ennþá. Menn, sem
haida áfrarn að kenna öðrum
um allt, eru ekki líklegir til að
vera færir um að korna í veg
f^rrir endurtekningu.
m.
En þess sjást merki, að marg-
ir Þjóðverjar séu ekki alveg
ánægðir með svör þau, sem
landar þeirra veita hinum
áleitnu spurningum í hugum
þeirra. Margir sjá ósamræmið
milli staðhæfingarinnar um
mikilleik og sakleysi Þýzka-
lands og hins algjöra ósigurs
þess og vansæmdar.
Margir Þjóðverjar eru haldn-
ir sárum grun um sekt sína og
reyna að Ieyna því með stöðug-
um fullyrðingum um „hreinar
hendur,“ en þessi tilfinning
brýst stundum út, þegar þeir
horfast í augu við staðreyndir
ósigursins. Innan um rústirnar
má sjá angistarfulla menn, er
segja öllum, sem vilja heyra, að
; 9
eyðing Þýzkalands sé drottins-
dómur, hefnd fyrir syndir þess
gegn Gyðingum. Ég minnist
tuttugu og eins ár gamallar
þýzkrar hjúkrunarkonu í Heid-
elberg, sem hafði forherzt í
nazistaflokknum. Bandaríkja-
maður var að sýna henni mynd-
ir af hörmungum fangabúð-
anna, en hún hélt því fram, að
stofnun fangabúðanna hefði
verið góð hugmynd, og sagði
m. a: „Ef menn gátu ekki látið
sér semja við náungann, voru
þeir sendir þangað og komu
sennilega hyggnari aftur.“ En
eftir að hún hafði skoðað nokkr-
ar myndir í viðbót, varð hún
skyndilega óð og féll því næsfc.í
öngvit. — Og bréfið, sem hinn
grimmi Robert Ley skrifaði áð-
ur en hann réð sér bana, er
frægt dæmi. Þar kom hann fram
sem iðrandi syndari og skoraði
á landa sína að gera yfirbót fyr-
ir afbrot sín gegn Gyðingum. ,
Til eru Þjóðverjar — og ég
held aðallega meðal hinna ein-
beittustu, andnazistisku vinstri-
manna — sem hafa öðlast skiln-
ing á hinni sameiginlegu sekt
Þjóðverja, og hafa heiðarlega
hafizt handa við að reyna að
koma öllu á réttan kjöl frá
byrjun. Ég hef talað við sjö